Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Blaðsíða 28
íslensk rannsókn á sviði hjarta- og heilasjúkdóma valin ein
sú mikilvægasta af Bandarísku hjartaverndarsamtökunum
Rannsókn sem Vilmundur Guðnason. prófessor við Læknadeild Háskóla íslands,
stýrði að htuta var í desember valin ein af tíu mikilvægustu rannsóknum ársins
2009 á sviði hjarta- og heilasjúkdóma. Að valinu stóðu Bandarísku hjartaverndar-
samtökin (American Heart Association). Rannsóknin var unnin í samstarfi
Hjartaverndar. evrópskra og bandarískra vísindamanna og stýrði Vilmundur
ístenska rannsóknateyminu en hann er jafnframt forstöðutæknir Rannsóknar-
stöðvar Hjartaverndar. Rannsóknin leiddi í Ijós gen sem stýra blóðþrýstingi hjá
mönnum. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Nature Genetics í maí 2008.
Bandarísku Hjartaverndarsamtökin velja ártega tíu bestu rannsóknirnar á sviði
hjarta- og æðasjúkdóma og heilaáfatla.
Höskuldur Þráinsson hlaut Ásuverðlaunin
Höskutdur Þráinsson, prófessor við íslensku- og menningardeitd. hlaut í lok
desember heiðursverðtaun Ásusjóðs árið 2009. Verðtaunin, sem stofnuð voru af
Ásu Guðmundsdóttur Wright, htaut Höskutdur fyrir margþætt störf. rannsóknir og
útgáfu rita á sviði íslenskra málvísinda og setningafræði. Hann hefur verið
prófessor í íslensku nútímamáti við Háskóta íslands frá árinu 1980, forseti og
varaforseti heimspekideildar. forstöðumaður Málvísindastofnunar Háskóla
íslands og stjórnarformaður Hugvísindastofnunar. Hann var ritstjóri tímaritsins
íslensks máls árin 1980-83 og aftur frá 1996. Verðtaunin eru heiðursskjat og
silfurpeningur með lágmynd Ásu og merki Vísindafélags íslendinga og fylgdu
verðtaununum peningagjöf að upphæð 3 m.kr.
Sprotafyrirtækið Controlant hlaut Gulleggið - sigurverðlaun
frumkvóðlakeppni Innovit
Sprotafyrirtækið Controtant, sem ersprottið úr vísindajarðvegi Háskóta ístands,
sigraði í Frumkvöðlakeppni Innovit og htaut að launum Gutleggið 2009. Alls
komust 10 viðskiptahugmyndir í úrslit keppninnar sem fór fram í mars, en 122
viðskiptahugmyndir voru skráðar til teiks í fyrsta áfanga keppninnar. Annað sætið
hlaut fyrirtækið Responsible Surfing og þriðju verðlaun hlaut Risk ehf. Risk ehf.
er fyrirtæki sem einnig er sprottið úr rannsóknum innan Háskóta (slands.
Hugmyndin á bak við Controlant er m.a. að þróa. framleiða og markaðssetja
CMS-kerfið. CMS stendur fyrir Controtant Monitoring System og er samheiti yfir
vörursem byggjast á þráðlausu skynjaraneti, sérhönnuðu á (slandi af meðiimum
Controtant. Með CMS er á einfatdan hátt hægt að framkvæma reglulegar
mætingar með þráðlausum skynjurum á nánast hverju sem er. birta í rauntíma
og halda utan um mælingar í miðlægum gagnagrunni. Verkefnið Risk ehf., sem
hlaut þriðju verðlaun, byggist á smíði hugbúnaðar í formi áhættureiknivélar sem
metur sjálfvirkt áhættu sykursjúks einstaklings á augnsjúkdómum og
sjónskerðingu vegna sykursýki.
Sprotafyrirtækið CLARA vekur athygli vestan hafs
Sprotafyrirtækið CLARA vakti athygli í New York um haustið en futltrúar fyrir-
tækisins tóku þá þátt í alþjóðlegri tölvuleikjaráðstefnu í Bandaríkjunum.
Stúdentar úrýmsum fræðigreinum Háskóla íslands. allt frá tölvunarfræði og
verkfræði að sálfræði og hagfræði. komu að stofnun CLARA. CLARA er markaðs-
rannsóknartól sem fer yfir internetið í teit að texta sem skrifaður er um tiltekin
vörumerki. CLARA greinir svo þau viðhorf sem tengd eru vörumerkinu. tit dæmis
hvort almenningsátitið sé jákvætt eða neikvætt. hvort fótk sé spennt fyrir
vörumerkinu eða illa við það.
íslenskur gítarstillir fyrir farsíma slær í gegn í nýrri
vefverslun Nokia
ístenskur gítarstillir fyrir farsíma hefur slegið í gegn hjá símarisanum Nokia.
Hugbúnaðarlausnin ersú langvinsælasta sem notendur snertiskjásíma frá Nokia
geta hlaðið niður í nýrri og öflugri vefverstun fyrirtækisins. Um er að ræða gítar-
stitli sem er markaðssettur undir heitinu Tunerific en hann gerir notanda Nokia
farsímans kleift að styðjast við símann sinn einvörðungu þegar hann stillir
strengina. Þeir Guðmundur Freyr Jónasson, fyrrverandi nemandi við Háskóta
íslands. og Jóhann P. Matmquist prófessor við skólann, reka saman sprotafyrir-
tækið Hugvakann sem hefur þróað gítarstiltinn en fyrirtæki þeirra hefur það
verkefni að sækja á fteiri markaði og þróa frekari forrit í farsíma.
Stór styrkur fyrir jarðvegsrannsóknir
Kristínu Vötu Ragnarsdóttur, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. ásamt
Guðrúnu Gísladóttur prófessor og Brynhildi Davíðsdóttur. dósent við Líf- og
umhverfisvísindadeild Háskóla íslands, varásamt 14 rannsóknastofnunum í
26