Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Blaðsíða 44
meistaranema og doktorsnema, fjölda rannsóknastiga kennara og árangri í öflun
innlendra og erlendra styrkja úr samkeppnissjóðum og annarra styrkja. Vægi
rannsóknastiga var aukið og eru greiddar 40.000 kr. fyrir hvert stig í stað 27.500 kr.
áður. Með húsnæðislíkani skólans er hvatt til aukinnar hagræðingar í nýtingu
húsnæðis. Einingar fá fjárveitingu til að mæta húsnæðiskostnaði en um leið er unnt
að skila húsnæði og þar með lækka kostnað þarsem fjárveiting vegna húsnæðis
lækkar ekki. Húsnæðislíkanið hefur verið innleitt í áföngum og árið 2009 var það 50%
virkt, árið 2010 verður það 75% virkt og árið 2011 verður það tekið að futlu í notkun.
Rekstur Háskóla ístands var í jafnvægi á árinu 2009. Heildarvelta nam 13.696 m.kr.
og afgangur af rekstri var 241 m.kr. samanborið við 278 m.kr. afgang árið áður.
Gæðanefnd
Gæðanefnd háskólaráðs var fyrst skipuð 26. júní 2006. Núverandi nefnd var skip-
uð árið 2008 og er skipunartími hennar til 30. júní 2011. í gæðanefnd eiga sæti
þau Jón Atli Benediktsson. prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, að-
stoðarrektor vísinda og kennslu. sem erformaður. Börkur Hansen. prófessorvið
Menntavísindasvið, Bryndís Brandsdóttir. vísindamaður við Raunvísindastofnun.
Hótmfríður Garðarsdóttir. dósent við Hugvísindasvið. Ingiteif Jónsdóttir. prófessor
við Heilbrigðisvísindasvið, Júlía Þorvaldsdóttir, fulltrúi framhaldsnema, Valdimar
Tr. Hafstein. dósent við Félagsvísindasvið (tók við á árinu af Gyifa Zoéga prófess-
or). Með nefndinni starfar Magnús Diðrik Baldursson. gæðastjóri Háskóla Istands
og skrifstofustjóri rektorsskrifstofu.
í erindisbréfi gæðanefndar er hlutverki hennar týst svo:
Hlutverk nefndarinnar er að tryggja gæði kennslu, rannsókna og stjómunar við
Háskóta Islands. I því fetst m.a. að styrkja gæðakerfi háskólans og efla gæða-
menningu innan hans. Gæðakerfi Háskóla íslands miðar að því að mæta væntingum
nemenda. starfsmanna. íslensks samfélags og hins atþjóðtega vísindasamfélags.
Verkefni gæðanefndar eru m.a.
• að þroa. viðhalda og hafa eftirlit með gæðakerfi Háskóla (slands,
• að byggja upp Miðstöð framhaldsnáms sem hefur m.a. það hlutverk að fylgja
eftir settum viðmiðum og kröfum um gæði doktorsnáms við Háskóta íslands.
• að skilgreina og fytgja eftir hliðstæðum viðmiðum og kröfum um gæði
meistaranáms annars vegar og grunnnáms hins vegar,
• að fytgjast með og taka mið af alþjóðlegum viðmiðum og stefnumörkun á
sviði gæðamála í háskótastarfi. s.s. á vettvangi EUA (European University
Association), ENQA (European Network for Quality Assurance in Higher
Education) og í tengslum við Bologna-fertið.
• að beita sér fyrir því að fram fari reglubundið innra og ytra gæðamat á
háskólanum í heild. einstökum deildum og stjórnsýslu hans. Stíkt gæðaeftirlit
verði ávallt í höndum faglegs aðita eða sjálfstæðrar matsstofnunar sem styðst
við viðurkennd atþjóðleg viðmið og kröfur.
• að vera rektor. háskólaráði, háskólafundi, deildarforsetum. öðrum
starfsnefndum, forstöðumönnum og framkvæmdastjórum til ráðuneytis um
hvaðeina sem lýtur að gæðamálum háskólans.
• að sinna öðrum þeim verkefnum sem rektor. háskólaráð eða háskólafundur
kunna að fela nefndinni.
Gæðanefnd hélt 13 fundi á árinu. Helstu verkefni nefndarinnar voru þessi:
• Eftirfylgni með Stefnu Háskóta íslands 2006-2011 á sviði gæðamála.
• Umsjón með starfsemi Miðstöðvar framhaldsnáms við Háskóla íslands
(Graduate School), en gæðanefnd gegnir hlutverki stjórnar Miðstöðvarinnar.
Miðstöð framhatdsnáms tók til starfa 1. feb. 2009 og gegnir aðstoðarrektor
vísinda og kennslu starfi forstöðumanns. Björg Björnsdóttir var ráðin
verkefnisstjóri Miðstöðvar framhaldsnáms.
• Umfjöllun um þróun gæðamála háskóta á innlendum og erlendum vettvangi.
• Mat á umsóknum deilda og fræðasviða um ráðningu gestakennara m.t.t. þess
hvort þær uppfylti ótvírætt akademískar hæfiskröfur.
• Samstarf við kennslumálanefnd háskólaráðs um framkvæmd þeirra atriða í
stefnu háskólans er lúta að námi og kennslu. Meðal annars undirbjuggu
nefndirnar umfjöllun háskótaþings um inntöku nýnema á Norðurlöndum og
við Háskóla íslands og tillögur um aðgerðir til að draga úr brottfalli, auka
námsástundun nemenda og efla gæði náms og kennslu.
• Umsögn um þau atriði í nýjum reglum Háskóta íslands er lúta að
gæðamálum.
42