Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Blaðsíða 194
Ráð og nefndir
Á Menntavísindasviði starfa eins og áður segir fjögur starfsráð, doktorsráð, kennslu-
ráð, rannsóknarráð og vettvangsráð auk jafnréttisnefndar.
Doktorsráð
Doktorsráð hefur það meginhlutverk að þróa doktorsnámið og tryggja að það standist
alþjóðlegar kröfur. Það hefur eftirlit með náminu og starfar með deildum að umsjón
með því. námskeiðahaldi og þeirri stjómsýslu sem námið krefst. Auk þess hefur ráðið
náið samstarf við Miðstöð framhaldsnáms um doktorsnámið.
Doktorsráð skipa: Allyson Macdonald prófessor, formaður, Veturliði Óskarsson
prófessor, varaformaður, Anna Sigríður Ólafsdóttir lektor, Börkur Hansen prófessor,
Gunnar Finnbogason prófessor og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir fulltrúi nemenda.
Varamenn eru Guðrún Kristinsdóttir prófessor, Guðrún V. Stefánsdóttir dósent, Sigrún
Aðalbjamardóttir prófessor. Gunnhildur Óskarsdóttir dósent og Kristján Þór Magnús-
son (vormisseri) og Karen Rut Gísladóttir (haustmisseri) sem fulltrúar nemenda.
Meginviðfangsefni doktorsráðs á árinu, auk þess að annast inntöku nemenda í
doktorsnám, varað þróa reglur um doktorsnám við Menntavísindasvið og voru þær
samþykktar í stjóm sviðsins. Þá var lögð fram stefna um þróun doktorsnáms og
endurskoðað verklag um umsóknar- og inntökuferli. og um undirbúning og
framkvæmd doktorsvama. Einnig voru framvinduskýrslur færðar í ítarlegra form.
Handbók um doktorsnám á Menntavísindasviði 2009-2010 var gefin út á ístensku og
ensku.
Rannsóknarráð
Hlutverk rannsóknarráðs er að efla rannsóknir við sviðið og fékk það í veganesti
stefnu sviðsins um rannsóknirsem gildirtilfimm ára frá 1. júlí 2008 til 30. júní 2013.
Rannsóknarráð Menntavísindasviðs skipa Steinunn Gestsdóttir dósent. formaður.
Guðný Guðbjömsdóttir prófessor. Helga Rut Guðmundsdóttir lektor. Jóhanna Einars-
dóttir prófessor. Sigurbjöm Ámi Amgrímsson dósent og Sigurborg Matthíasdóttir
fulltrúi nemenda.
Varamenn eru Gestur Guðmundsson prófessor og Sólveig Jakobsdóttir dósent.
Ráðið fjallaði um ýmis mál sem snerta rannsóknir við sviðið. svo sem mótun vinnu-
matskerfis háskólans. Það átti samstarf við Símenntun - rannsóknir - ráðgjöf um
Málþing Menntavísindasviðs. tók þátt í vinnuhópi Sambands íslenskra sveitarfélaga
um kortlagningu rannsókna í skólum, veitti viðurkenningu fyrir framúrskarandi
meistaraverkefni við Menntavísindasvið, gerði samninga við nýjar rannsóknarstofur og
stóð fyrir upplýsingafundum um styrkumsóknir og fjármögnunarmöguleika í sam-
starfi við verkefnisstjóra rannsókna.
Við úthlutun rannsóknar- og doktorsstyrkja úr Rannsóknasjóði háskólans hefur ráðið
sinnt hlutverki fagráðs sem gefur umsagnir um umsóknir frá Menntavísindasviði og
eru þær lagðar til grundvallar við úthlutun Vísindanefndar háskólans.
Kennsluráð
Meginhlutverk kennsluráðs erað móta stefnu í kennslumálum innan Menntavísinda-
sviðs og stuðla að gæðum kennslu í samvinnu við kennara og annað starfsfólk sviðs-
ins. Ráðið skal vera sviðinu ráðgefandi um stefnu. nýbreytni. stuðning. eftirtit og al-
mennt skipulag kennslu og kennslumála.
Kennsluráð skipa: Hafdís Ingvarsdóttir dósent. formaður, Baldur Sigurðsson dósent.
Ingibjörg H. Harðardóttir lektor. Jón Jónasson lektor, Kristín Jónsdóttir lektor og Inga
Lára Bjömsdóttir fulltrúi nemenda. Varamenn eru Hrönn Pálmadóttir lektor og Hró-
bjartur Ámason lektor.
Formaður er jafnframt fulltrúi Menntavísindasviðs í kennstumálanefnd Háskóta Islands.
Meginviðfangsefni kennsluráðs á árinu voru að móta stefnu sviðsins í kennslumálum
og efta umræður um kennstuhætti og námsmat á sviðinu. í því skyni voru m.a. haldnir
óformtegir hádegisfundir, nestisspjatl. að jafnaði einu sinni í mánuði. Ráðið hyggst
styðja sérstakiega nýja kennara í starfi og hélt fund með nýjum kennurum sviðsins
haustið 2009. í framhaidi af honum var nýjum kennurum boðið stutt námskeið um
kennsiukerfi og tæknimát á sviðinu. I samstarfi við forsvarsmenn nemenda var lögð
sérstök áhersta á þátttöku þeirra í kennslumati. Auk þess beitti ráðið sér fyrir að
192