Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Blaðsíða 102
íslendingum í Vesturheimi og framlagi þeirra til íslenskra bókmennta við lok nítjándu
aldar og í upphafi hinnar tuttugustu.
•Einn styrkur var veittur úr Almanakssjóði á árinu. Styrkurinn var veittur til Islenska
stærðfræðafélagsins til að vinna að endurútgáfu og prentun á Orðaskrá íslenska
stærðfræðafélagsins. íslenska stærðfræðafélagið var stofnað árið 1947. Tilgangur
félagsins er að efta stærðfræði á íslandi og vera vettvangur íslendinga fyrir alþjóðlegt
samstarf stærðfræðinga. Formaður þess er Ragnar Sigurðsson og ritstjóri
orðaskrárinnar er Reynir Axelsson.
• í nóvember var úthlutað í annað sinn úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur.
Styrkhafar voru dr. Helga Gottfreðsdóttir, tjósmóðir og tektor við Hjúkrunarfræðideild
Háskóla íslands, og doktorsneminn Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor
við Háskólann á Akureyri. Markmið sjóðsins er að efta rannsóknir í hjúkrunar- og
Ijósmóðurfræðum. Stofnandi sjóðsins. Ingibjörg R. Magnúsdóttir. er fyrrverandi
námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræði við Háskóta íslands og skrifstofustjóri í heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu. Ingibjörg hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar
hjúkrunarmenntunar hér á landi og var hún ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar
í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands árið 1973.
• Þriðja úthlutun úr Þórsteinssjóði fór fram í desember. Styrkhafi var Hetga Theódóra
Jónasdóttir. nemandi á fyrsta ári í sátfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla ístands.
Tilgangur og markmið sjóðsins er að styrkja blinda og sjónskerta nemendur við
skótann. Styrkurinn var auglýstur en engar umsóknir bárust. Stjórnin ákvað því að
tilnefna styrkhafa úr hópi þeirra sjónskertu nemenda sem stunda nám við Háskólann.
Styrkurinn var veittur með viðbótarframlagi frá Btindravinaféftagi íslands.
• Sveinn Einarsson. fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri, gaf peningagjöf í Þórsteinssjóð á
haustmánuðum 2009 í minningu afa síns. Sveins Ótafssonar. bónda að Hvammi í Mýrdal.
• Jón Sigvaldason afhenti Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur peningagjöf í
desember. Formleg afhending fór fram í byrjun árs 2010 við hátíðtega athöfn en gjöfin er
til minningar um eiginkonu hans. Mary Atberty Sigurjónsdóttur
heilsuverndarhjúkrunarkonu.
• Ekki var úthlutað úr Sagnfræðisjóði Björns Þorsteinssonar í ár en úthlutað hefur verið úr
sjóðnum árlega frá stofnun hans árið 1986. Ástæðan var neikvæður höfuðstóll sjóðsins í
kjölfar bankahrunsins. Verið er að skoða möguleika á lækkun á höfuðstót sjóðsins til
þess að gera frekari úthlutanir mögulegar á næstu árum.
• Ákveðið var að úthluta úr Heimspekisjóði Brynjólfs Bjarnasonar. Stjórn sjóðsins var
kölluð saman í árslok og auglýst verður eftir umsóknum í byrjun næsta árs. Fyrirhuguð
úthlutun fer því ekki fram fyrr en á vormánuðum árið 2010.
• Þá var einnig ákveðið að veita styrk úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar á
næsta ári. Styrkurinn verður augtýstur til umsóknar á vormánuðum 2010 og er áætlað
að úthluta styrknum á afmætisdegi prófessors Jóns í byrjun júní það ár.
• Godtfred Vestergaard afhenti rektor Háskóta (slands peningagjöf að upphæð DDK 70.000
á haustmánuðum 2009. Um er að ræða „Námsstyrk Godtfreds Vestergaard og Elínar
Brynjólfsdóttur til vélaverkfræðinema við Háskóta ístands". Styrkurinn verður auglýstur
til umsóknar og honum úthlutað vorið 2010.
• Ekki var úthlutað úr Háskólasjóði Hf. Eimskipafétags ístands þetta árið. Sjóðurinn
rýrnaði töluvert í bankahruninu árið 2008. Háskólasjóður Hf. Eimskipafélags íslands er
ekki hluti af sameiginlegum ársreikningi Styrktarsjóða Háskóla íslands árið 2009, þar
sem þær breytingar sem urðu við fali Landsbankans hafa orðið til þess að endurskoðun
sjóðsins hefur færst til KPMG og einnig hefur tafist að mynda starfhæfa stjórn. Hjá
sjóðaskrá. sem varðveitt er hjá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki, er nú til
meðferðar erindi Háskóla íslands þar sem þess er óskað að samþykktum sjóðsins verði
breytt svo að stjórn sjóðsins verði skipuð með réttum hætti.
• Stjórn Eggertssjóðs var endurnýjuð á árinu. Leó Kristjánsson, vísindamaður í
jarðeðlisfræði, tók að sér formennsku stjórnar haustið 2009. Þá sitja í stjórninni Ólafur
Andrésson, prófessor í líffræði við Háskóla íslands. auk Ásmundar Jakobssonar sem
situr áfram í stjórn sem fulltrúi ættingja.
• Sáttmálasjóður greiddi styrk til Lagadeildar vegna komu fjögurra danskra kennara til
kennslu í skattarétti. Um er að ræða styrk vegna þverfaglegs meistaranáms.
• Vefur Styrktarsjóða Háskóla íslands er í vinnslu og vonast er til að vefurinn verði tilbúinn
haustið 2010.
Veittir voru 233 styrkir úr sjóðum Styrktarsjóða Háskóla (slands á árinu, 226 úr
Sáttmálasjóði og 7 úr öðrum sjóðum. Eins og fram hefur komið var enginn styrkur veittur úr
Háskólasjóði Eimskipafélagsins.
Til umræðu hefur komið breyting á fjárfestingarstefnu og vörslu sjóðanna í kjötfar banka-
hrunsins í október árið 2008. Málið er í höndum stjórnar og umsjónarmanna Styrktarsjóða
Háskóla Islands en endanleg ákvörðun um framgang mála verður metin í Ijósi stöðu á
fjármátamörkuðum. Stjórn styrktarsjóðanna hefur falið Guðjóni Ótafi Jónssyni hrt. að gæta
réttar styrktarsjóðanna vegna þess tjóns sem varð við fatl Landsbanka íslands haustið 2008.
Hefur hann sótt um greiðslu bóta f.h. styrktarsjóðanna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda
auk þess sem lýst hefur verið almennri kröfu styrktarsjóðanna við slitameðferð Landsbanka
íslands hf. Þá hefur verið óskað með formlegum hætti eftir afstöðu NBI hf. og Landsvaka
ehf. til bótaskyldu félaganna vegna þess tjóns sem varð við fall Landsbanka Islands og
hugsanleg brot á fjárfestingarstefnu sjóðanna.
Hrein eign styrktarsjóða Háskóla (slands í árslok 2009 nam kr. 2.165.084.714 og voru tekjur
100