Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Page 9

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Page 9
Tímarit lögfræðinga og hagfræninga. 183 barnsfarakostnaðinum mun oftast hafa verið skift jafnt milli karls og konu. Áður varð og ekki gengið að barnsföður fyrr en eftir fæðingu barnsins, livorki um framfærslustyrk með barni (fóstri) né með barnsmóður og engin krafa gerð á hendur honum út af aauða barnsins. Á öllum þessum sviðum hafa utanhjónabandsbarna- lögin gert gagngerðar hreytingar, og allar barni og barns- móður í vil. Skal nú vikið að hvoru fyrir sig, skyldu barnsföður gagnvart barni og skyldu hans gagnvart barnsmóður. Verður fyrst skýrt frá skyldu barnsföður gagnvart barn- i n u, og er ástæða til að greina þar milli skyldu hans til þess að gefa með barninu meðan það er á. ómagaldri, eða þangað til það verður 16 ára gamalt, 18. sbr. 19. og 22. gr. og meðgjafarskyldu hans eftir þann tíma, 23. sbr. 17. gr. Framfærsluskylda barnsföður á barninu á ómagaaldri þess má aftur greina í tvent, skyldu hans tii að kosta að sínu leyti ahnent framfæri og uppeldi barnsins, 18. sbr. 19. gr. og skyldu hans til þess að hlaupa undir bagga um hjúkrun þess og greftrun samkvæmt 22. gr. Má kalla hina fyrri aðalframfærsluskyldu og hina síðari aukaframfærsluskyldu barnsföður. Aðalframfærsluskyldu barnsföður á barninu er lýst svo í 18. gr., að honum sé skylt „jafnt móður að kosta framfærslu barnsins og uppeldi“. Með „framfærslu“ er átt við framlag á l'é til líkainlegra nauðsynja barns- ins, svo sem fæði, klæði og húsnæði og með „uppeldi“ við undirbúning barnsins, sérstaklega andlega og verk- lega fræðslu, undir sjálfsætt líf. Framfærsla barnsins og uppeldi á, sé það feðrað, að fara eftir högum þess foreldris, sem betur er statt. En feðrað er ekki að eins það barn, sem karlmaðurinn hefir gengist við eða dómari dæmt hann föður að, heldur og það barn, sem móðirin hefir svarið á manninn eða hann ekki svarið af sér. Sé barnið aftur á móti ekki feðrað,

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.