Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 17
Thnarit lögfræðinga og hagfræðinga.
191
hjónabandssamförum foreldranna og að skilgerandi og
skilgerður séu báðir á lífi, þá er skilgerðin fer fram.
Þinglýsing óskilgetins barns er ekki skilgerð.
Hún er í því fólgin, að maður sem kona hefir kent óskil-
getið barn, lýsir því yfir á varnarþingi sínu (manntals-
þingi eða bæjarþingi), að hann eigi barnið, enda sé yfir-
lýsing hans rituð í þingbókina, 39. gr. Það er skilyrði
fyrir þinglýsingu, að ætla megi þinglýsanda föður barns-
ins og að bæði hann og barnið séu á lífi, þegar þinglýs-
ingin á sér stað.
Skilgerð samkv. 38. gr. og þinglýsing mundu sérstak-
lega fara fram til þess að útvega barni, sem annaðhvort
ekki hefii’ orðið feðrað eða feðrað hefir verið með eiði
barnsmóður eða eiðfalli föður, lögerfðarétt eftir föður og
föðurfrændur og þeim eftir barnið. Og af hvorri athöfn-
inni um sig getur það leitt, að faðirinn fái foreldravald
yfir barninu, sem hann ella hefði eigi átt tilka.ll til, 1.
mgr. 33. gr. sbr. 40. gr. og 2. mgr. 33. gr.
Það er á almanna vitorði, að yfirleitt fer ver um
óskilgetin börn á uppvaxtarárunum heldur en um skilget-
in. Og stafar það vafalaust að miklu leyti af erfiðum kring-
umstæðum mæðranna, sérstaklega á meðgöngutímanum
og fyrstu árum barnanna.
Og þá er hitt ekki síður vitanlegt, að aðstæður þær,
er barnið á við að búa á uppvaxtarárunum, ráða yfirleitt
miklu um síðari afkotnu barnsins og oft einnig um örlög
niðja þess. Það er talfræðilega sannað í útlöndum, að
óskilgetnum er miklu hættara við að lenda siðar á villi-
götum en skilgetnum. 1 þeim hóp gætir þar miklu oftar
en í liinum ýmsra bresta, svo sem ónytjungsskapar,
lauslætis og afbrota. Hér eru að vísu engar skýrslur til
í því efni, en engin ástæða til að efast um, að hlutfallið
hér sé líkt því, sem þar gerist.
Þegar þess nú annars vegar er gætt, að hér á landi
munu vera um 17 af hundraði óskilgetnir og hins vegar