Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 19
Afstaða framfærslusveitar barns-
föður til óskilgetins barns hans.
Það leið á löngu frá því að réttur barnsmóður gagn-
vart barnsföður til að taka hlutdeild í kostnaði við fram-
færslu barns þeirra var trygður með lögum, uns móðirin
öðlaðist rétt til hins sama gagnvart framfærslusveit lians.
Með tilskipun 14. okt. 1703 var þessi skylda lögð á föð-
urinn, þó ekki lengur en til fullra 10 ára aldurs barnsins.
Þetta aldurstakmark mun þó ekki hat’a verið talið gilda
eftir að fátækrareglugjörðin frá 1834 kom út. Með úr-
skurði yflrvalds mátti ákveða, að barnsfaðir skyldi annast
framfærslu barnsins eftir ástæðum og efnahag hans, og
mátti jafnvel leggja á hann framfærsluskylduna einsaml-
an, ef hagur lians leyfði, en móðirin var snauð eða dáin.
Ef föðurinn þraut, hann gat ekkert af mörkum látið, svo
og ef hann var dáinn, horfinn eða farinn af landi burt,
varð ekkert frá hans hlið fengið að lögum til framfærslu
barnsins. Þannig stóð þar til lög nr. 9 frá 1890, um með-
gjöf með óskilgetnum börnum, komu í gildi. Þá var leitt
hér í lög, að óskilgetiö barn fékk rétt til uppeldisfjár úr
búi látins föður og að framfærslusveit barnsföður skyldi
leggja fram meðlag það, sem föðurnum var gert að greiða,
ef því varð ekki náð hjá honum. En þessi skylda fram-
færslusveitar var þó bundin þeim skilyrðum, að faðirinn
væri á lífi og innanlands. Þetta síðarnefnda ákvæði hélst
að meginreglunni til óbrejdt í lögum þar til lög nr. 46/
1921, um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna, gengn í
gildi. Með lögum frá 12. janúar 1900 og síðar með fátækra-
lögunum voru að vísu gerðar breytingar á ákvæðinu, en