Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 20
194 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
þær miðuðu einkum að því að styrkja aðstöðu móðurinn-
ar og létta fyrir henni um að fá meðlagið greitt.
Regla hinnar eldri löggjafar var sú, að greiðsluskylda
framfærslusveitar barnsföður liætti þegar sveitin átti þess
ekki lengur kost að Iáta barnsföður endurgjalda meðlagið,
með því að greiða eða vinna það af sér, eða beita við
hann refsingu, afplánun.
Þegar föðurinn þannig þraut, var það fé, sem lagt var
af sveit til framfærslu barninu, sveitarstyrkur veittur móð-
'irinni. Móðurinni eða hennar sveit bar skylda til ur því
að annast framfærslu barnsins að öllu leyti. A þessari
reglu gera hin nýju lög gagngerða breytingu. Barninu eða
móðurinni fyrir þess hönd er fenginn réttur til að lieimta
meðlag af hálfu föðurins (meðlagsskylds) fortakslaust, hvort
heldur hann er lífs eða liðinn og hvar sem hann dvelur.
Framfærslusveit hans ábyrgist að skyldunni sé fullnægt.
Barnsmóðir, sem á framfærslurétt hér á landi, eða sá, sem
kemur í hennar stað, er hefir meðlagsúrskurð í lagi, getur
gengið til dvalarsveitar sinnar og heimtað meðlag barns-
föður, sem fallið er i gjalddaga, greitt fyrir eitt ár. Þar
sem meðlagið fellur nú í gjalddaga í byrjun hvers missiris
getui barnsmóðir heimtað meðlagið greitt fyrir hið síðast
liðna missiri cg það missiri, sem þá er byrjað. Ef barns-
faðir hefir greitt meðlagið getur hún auðvitað ekki krafið
dvalarsveitina. Meðlag það, sem barnsmóðir getur heimt-
að greitt af dvalarsveit, er meðal-meðlag barnsfeðra í þeirri
sveit er barnið dvelur í. Ef nú svo ber við, að meðlags-
upphæðin samkv. úrskurðinum er lægri en þetta meðal-
meðlag getur barnsmóðir áður gengið til lögreglustjóra og
krafist þess, að meðlagið verði hækkað upp í meðal-með-
lag. Svona mun þetta hafa verið í framkvæmdinni. Dval-
arsveitin á síðan rétt til endurgreiðslu meðlagsins hjá
framfærslusveit barnsföður.
Hér skal ekki í þessu sambandi dvalið við aðstöðu
frfsveitar eins og hún var fram til ársins 1922, heldur þau
tilvik þegar faðirinn er dáinn, horfinn eða farinn af landinu.
Ef barnsfaðir lætur eftir sig nægilegt fé, sem útlagt