Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 22

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 22
196 Tímarit lögt'ræðinga og hagfræðinga. barnsföður verður vísað til framfærslu í útlöndum verður dvalarsveit barnsmóður að snúa sér til framfærslusveitar hans þar, en annars á hún lieimtingu á endurgreiðslu með- lagsins frá þeirri sveit þar sem barnsfaðir á lögheimili eða, ef hann ekkert á, frá þeirri sveit, er hann dvelur eða dvaldi er dvalarsveit greiddi meðlagið barnsmóður. Skyldur framfærslusveitar barnsföður eru með 1. nr. 46/1921 auknar drjúgum frá því, sem áður var. Yfirleitt má segja að skyldur hennar gagnvárt barni hans séu aukn- ar í jöfnum mæli og lögin auka rétt barns og barnsmóð- ur til fjárframlaga frá föður. Lögin lúta að því eingöngu að auka og tryggja rétt barnanna og mæðranna. Sá rétt- ur, sem barnsmóður er fenginn með lögunum, er mjög eðli- legur og sanngjarn þegar bamsfaðir ber sjálfur kostnað- inn; hann er réttur til að bera afieiðingar gjörða sinna svo lengi hann má. En þegar hann þrýtur er það hins- vegar athugunarvert, hvort hinn víðtæki réttur barnsmóð- ur ætti að vera jafn óskorðaður og fortakslaus. Til hinna auknu skyldna framfærslusveitar barnsföður svara engin ný réttindi henni til handa hvorki gagnvart barnsföður, barnsmóður né barninu sjálfu. Það var fyrir utan mark- mið laganna að breyta eða bæta, fr'á því sem áður var, aðstöðu þeirra, sem taka verða á sig skyldur barnsföður þegar hann bregst- þeim eða má ekki bera þær lengur. Það er auðvitað rökrétt, að framlag af liálfu barnsföður með barninu, á ekki að teljast nokkru sinni sveitarstyrk- ur veittur barnsmóður, þar sem það er barnið, sem hefir þann rétt gagnvart föðurnum, að hann kosti uppeldi þess að sínum hluta. En á hinn bóginn er það barnsmóðirin, sem á jafna hlutdeild og faðirinn í því, að barn það er í heiminn borið, er veldur lTamfærslusveit barnsföður út- gjöldum, þegar hann megnar ekki að standa straum af því. Það er því mjög eðlilegt, að barnsmóðirin verði fyrst og fremst vör skyldna, sem koma á móti þeim rétti að geta farið ofan í vasa vandalausra manna til þess að láta þá bera kostnað af afkvæmi hennar. Móðir hins óskilgetna barns er því skyld til, er föðurinn þrýtur, að leggja þá

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.