Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 23
Tímarit lögfræðinga og hagfræninga.
197
krafta fram til umönnunar barninu, sem hún megnar, á
sama hátt og móðir skilgetins barns, sem er solidarisk
með manni sínum um framfærslu barns þeirra, sbr. 3. gr.
fátækralaganna og 10. gr. laga nr. 51/1921.
Réttur barnsins er sá, að foreldrarnir veiti því fram-
færslu og uppeldi eftir því sem þau megna. Réttur þjóð-
félagsins gagnvart foreldrunum fellur saman við rétt barns-
ins. Þegar annað foreldranna þrýtur, er það skylda þess
foreldris, sem má, að taka á sig byrðar hins eftir mætti,
áður en gripið er tii almannafjár til þess að standa straum
af afkvæmi þeirra. Þegar foreldrarnir báðir eða hvor fyr-
ir sig ekki eru færir um að kosta uppeldi og framfærslu
barna sinna þá er það fyrst skylda þjóðfélagsins að taka
við. Svo er þetta um skilgetin börn. Hið sama gildir og
um óskilgetin börn, gagnvart báðum foreldrum, sbr. 17.
og 18. gr. 1. nr. 46/1921. Af þessarf ástæðu ber dvalarsveit
barnsmóður, þegar hún krefst greiðslu meðlags af sveit-
inni, í hvert sinn að rannsaka það livort næg ástæða sé
til að greiða þetta meðlag föðurins vegna. En sérstaklega
er ástæða til þessarar rannsóknar þegar vissa er fyrir því,
að af barnsföður er ekkert að hafa og þegar hann er dá-
inn eða farinn af landi burt. 1 vorurn lögum er ekki beint
orðuð, eins og t. d. í dönsku lögunum nr. 130frá27. maí
1908 sú regla, að barnsmóðir fær ekki greitt meðlagið af
opinberu fé nerna hún sé ekki einfær um að annast barn-
ið sjálf, en þar sem móðir óskilgetins barns hefir jafnar
skyldur gagnvart því og skill'engið foreldri gagnvart skil-
getnu barni er ekki þörf að taka hitt frarn.
Þegar óskilgetið barn er feðrað, skal framfærslu og
uppeldi þess, samkv. 18. gr., liagað svo setn hæfa þykir
högum þess foreldris sem betur er statt. Þetta ákvæði á
einungis við þegar báðir foreldrar eru á lífi og annast
barnið sjálf. Sá úrskurður, sem móðirin hefir fengið á barns-
föður, sem vel er efnum búinn, þarf því ekki að gilda
þegar slíks barnsföður missir við og framfærslusveit hans
verður . að takast á hendur hlutdeild í framfærslu barns-
ins. Enda er það beint ákveðið í 2. mgr. 24. gr., að úr-