Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Side 26

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Side 26
200 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. en 1922 hleyptu Húnvetningar meðlaginu svona upp. — En svo vikið sé að hinu, sem áður var rætt um, þá virðist að á móti skyldum framfærslusveitar barnsl'öð- ur ættu einhver réttindi að koma henni til handa, sem takmörkuðu áhættu hennar, þegar þess er kostur án þess að halla rétti barnsins. Það er hreint og beint óhjákvæmi- legt, að iramfærslusveit barnsföður hafi rétt til að setja skorður við því hve miklu barnsmóðir megi eyða upp á kostnað framfærslusveitarinnar. Þegar framfærslusveit barnsföður fær engu að ráða um verustað barnsins virðist það lig'gja næsta nærri, að sú regla ætti að gilda, að þá ætti sveitin aldrei að þurfa að greiða meira með barninu en meðal-meðlag af hálfu barnsfeðra í þeirri sýslu, sem framfærslusveit barnsföður er. Þessi regla virðist, þegar svona stendur á, sanngjörn og með henni væru einkis réttindi, sein vernda ber, fyrir borð borin. 1 27. gr. laga nr. 16/1921 eru tekin upp að efni til ákvæði 10. gr. fátækralagunna um rétt þeirra, sem taka verða að sér skyldur barnsmóður að lienni látinni, burt- farinni eða líkum orsökum, þar með talin framfærslusveit barnsins, það er sú sveit, er var framfærslusveit móður- innar. Ef faðirinn er einnig látinn virðist sem framfærslu- sveit barnsföður ætti að fá einhvei’ju ráðið um barnið, en lög nr. 46/1921 gera ekki ráð fyrir því. Enda þótt búast megi við, að framfærslusveitirnar komi sér saman um uppfóstur barnsins, er það þó vöntun, að framfærslusveit barnsföður hafi ekki lögmæltan rétt til íhlutunar í þessu falli. A meðan fátækralögin giltu um þetta efni kom þetta ekki til greina, en með hinum auknu skyldum framfærslu- sveitar barnsföður, einnig að honum látnum, er nú orðin ástæða til að hafa fyrirmæli um þetta atriði. Hér að framan hefir aðallega verið rætt um afstöðu framfærslusveitar barnsföður, sem er látinn og ekki hefir látið nægilegt fé eftir til framfærslu barninu, en ástæða er til að minnast einnig á hitt þegar barnsfaðir er á lífi og til hans næst, en hann fullnægir ekki framfærsluskyldu

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.