Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 27
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 201
sinni. Aðrar þjóðir hafa enn í lögum eitt ákvæði um barns-
feður, sem vér í mildi vorri höfum þótst hafa ráð á að
fella niður. Það er heimild til að láta barnsfeður afplána
meðlög, sem þeir þverskallast við að greiða. Milliþinga-
nefndin í fátækramálinu lagði til að afplánun væri úr lög-
um numin. Færði þær ástæður fyrir, að hún væri óþörf,
væntanlega einkum vegna ákvæða 58. og 59. gr. fátækra-
laganna, og að nefndinni væri eigi kunnugt um, að þeirri
hegningu hefði verið beitt við barnsföður um langan tíma.
Þannig var þetta ákvæði eldri laga numið úr gildi. Það
má vel vera, að beita mætti betur en gert er nefndum á-
kvæðum fátækralaganna. En það getur þó verið beinlínis
frágangssök, þótt framfærslusveit væri af öllum vilja gerð
í því efni, þegar barnsfaðir dvelur langt frá framfærslu-
sveit sinni. Það mundi hafa í för með sér mikið og íll-
framkvæmanlegt umstang og að jafnaði allmikinn kostnað.
Það hefir því í reyndinni orðið svo, að þegar meðlagið
fæst ekki greitt á einn eða annan hátt, að þá er ekki
frekara aðgert. En það er alveg áreiðanlegt, að þau rök,
sem lágu til þess að afplánun meðlaga var sett í lög hjá
oss, fyrst sem betrunar- eða typtunarhúsvist og síðan sem
fangelsisvist, og þau rök sem halda afplánun enn í lögum
nágrannaþjóða vorra í þessu falli, eru enn fullgild hjá oss.
Vér erum ekki komnir svo langt á undan öðrum þjóðum
að ekki finnist meðal vor þeir, sem þessarar hirtingar
hafa þörf. — Og ennfremur geta slæðst til vor frá út-
löndum þær mannfélagskindur, sem fengið hafa að bragða
á slíkum kosti, og beita verður við sömu aðferð hér. Það
hefir líkast til verið af mannúð, að afplánun barnsmeð-
laga var numin úr lögum. En eg hygg að reynslan,
einkum á síðustu árum, eftir að meðlög tóku mjög að
hækka, hafi sannað, að þetta var misráðið, og að það sé
bæði þörf og nauðsynleg réttarbót að leiða afplánun með-
laga í lög aftur. Það mundi brátt sjást, að innheimta með-
laga lijá barnsfeðrum gengi betur. Ef einhver samvisku
sinnar vegna væri tregur til að stuðla að því, að slíkt
væri aftur sett í lög, mundi mega friða hann með því, að