Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Page 32
206 Tínmrit lögfræðinga og hagfræðinga.
taldi það vera í samræmi við tilboðið. Ber viðtakanda þá
að tilkynna sendanda svarsins ósamræmið ella er samn-
ingur talinn kominn á með aðilum, 6. gr. I 7. gr. eru á-
kvæði um afturkall tilboðs eða svars. Er afturkallið gilt
ef það kemur til viðtakanda fyr en tilboðið sjálft eða
svarið eða jafnsnemma því. Ilaíi tilboðsgjafi lýst þvi yfir
að hann krefjist ekki svars eða sjáist það af atvikum að
hann ætlist ekki til svars, þá er móttakanda þó samt skylt
að svara fyrirspurn frá honum um það hvort hann sam-
þykki loforðið eða eigi. Svari hann ekki er tilboðið fall-
ið úr gildi, 8. gr. Séu orðin „án skuldbindingar“ eða því
um líkt í orðsendingu, er annars yrði talin fela í sér til-
boð, telst orðsendingin aðeins áskorun um að gjöra tilboð.
Sé tilboð gjört samkvæmt slíkri áskorun, ber móttakanda
þess að segja til þess, án óþarfrar tafar, hvort hann sam-
þykkir tilboðið eða eigi. Svari hann ekki telst tilboðið
samþykt, 9. gr.
2. kapítuli laganna, 10—27, er um umboð og er eins
og 1. kap. að mestu lögfesting á eldri venjureglum. 10.gr.
mælir svo fyrir að umbjóðandi sé gagnvart þriðja manni
bundinn við löggjörninga þá er umboðsmaðurinn gjörir í
hans nafni og eru innan takmarka umboðsins. Samskonar
ákvæði eru þar um umboð sem leiðir af stöðu manns. I
11. gr. eru ákvæði um gildi löggjörningsins er umboðs-
maður hefir farið út fyrir umboðið. í 12.-—18. gr. eru á-
kvæði um afturköllun umboðs og eru þau ákvæði aðmestu
í samræmi við þær reglur sem taldar eru gilda hér á
landi og því ekki ástæða til að lýsa þeim nánar. Aðeins
skal getið um 2 nýmæli. Annað er 14. gr. Þar er heimil-
.að að afturkalla umboð, sem birt hefir, verið í blöðuin eða
með öðrum hætti öllum almenningi, með því að birta aftur-
köllunina með sama hætti. Verði sömu birtingaraðferð ekki
við komið má birta afturköllunina með öðrum álíka tryggi-
legum hætti og getur umbjóðandi þá fengið fyrirmæli um
það hvernig hann skuli haga birtingunni hjá yfirvöldum
þeim er ræðir um í 17. gr. og síðar mun að vikið. Hing-
að til hefir þótt vera nokkur vafi á því hvernig slík um-