Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Side 33
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 207
boð yrðu kölluð aftur, og hafa fiestir litið svo á að sams-
konar birtingaraðferð nægði ekki alment, heldur yrði um-
bjóðandi að sanna í hverju éinstöku tilfelli, að þeim manni
er hann þá á við hafi verið kunnugt um afturköllunina.
Firmalögin 42. 12. nóv. 1903, 31 sbr. 7. gr. heimila að
vísu að afturkalla prókuru-umboð með tilkynningu til
verslanaskrár, en því ákvæði verður vafalaust ekki beitt
um önnur umboð. Hitt nýmælið er í 17. gr. laganna. Hafi
umbjóðandi fengið umboðsmanni í hendur skriflegt umboð
og geti hann af einhverjum ástæðum eigi fengið því skil-
að aftur er hann illa settur. Hann á það á hættu að um-
boðsmaðurinn noti umboðið og þó hann geti farið í mál
við hann og fengið hann dæmdan til þess að skila um-
boðinu þá er það hvorttveggja, að sú málsókn getur tekið
langan tíma og að óvíst er hvort til umboðsmannsins næst
er fullnægja á dóminum. Þar er sérstök nauðsyn á að
heimila honum að fá umboðið ógilt með úrskurði yfirvalds
eða dómara, sú heimild er veitt í 17. gr. og er það ný-
mæli, því eigi var áður lieimild til slíkrar ógildingar hjá
þessum þjóðum. Ogildingaraðferðin er einkar greið. Enga
opinbera stefnu þarf að gefa út, — hitt nægir, að valds-
manninum sé gjört það sennilegt að ógildingar sé þörf.
Hér á landi mun vera heimild, til að fá umboð dæmd ó-
gild, í 1. 30 3. nóv. 1915. Umboð munu falla undir það
sem þar er nefnt heimildarskjöl. En hér verður að nota
venjulega aðferð við ógildingar og er hún einkar óheppi-
leg þar sem svo mikið liggur á. Akvæði líkt og 17. gr.
laganna mundi því vera til bóta hér. I Danmörku er und-
irdómurum ætlað að gefa úrskurði þessa, í Noregi valds-
manni þeim er heldur verslanaskrána og í Svíþjóð „över-
exekutoru. 19. gr. skyldar umbjóðanda til þess að tilkynna
afturköllun eða ógildingu umboðs, þeim manni sein hann
hefir ástæðu til að ætla að umboðsmaðurinn muni skifta
við í sínu nafni, þrátt fyrir afturköllun eða ógildingu um-
boðsins, enda megi hann ætla að þeim manni sé ókunnugt
um að umboðið sé fallið niður. Yerður hann að öðrum
kosti bundinn við iöggjörninga þá er umboðsmaðvrinn