Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 34
208 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. gjörir í hans nafni viö- þann mann. í 20. gr. eru ákvæði um gildi löggjörninga þeirra er umboösmaður gjörir í nafni umbjóðanda en móti skipunum hans og i 21.—- 24. gr. um gildi umboðs ef umbjóðandi deyr, er svi])tur lögræði eða bú hans tekið til gjaldþrotaskifta. 1 25. gr. er mælt fyrir um ábvrgð umboðsmannsins, 26. gr. lætur sömu reglur gilda um þá sem hafa umboð til að taka við löggjörn- ingum fyrir annars ífianns hönd og 27. gr. mælir fyrir um gildi eldri laga. 3. kapítulinn, §§ 28—-38, er um ógildar vilja-yfirlýsingar. Ákvæði hans taka því ekki aðeins til loforða heldur til lög- gjörninga yfirleitt. Þau eru þó ekki tæmandi, ýms skilyrði fyrir gildi löggjörninga eru ekki nefnd t. d. formskilyrði og lögræði. 28. og 29. gr. eiga við löggjörninga sem gjörð- ir eru fyrir ólögmæta nauðung. Er þar gjörður munur á tvennskonar nauðung, annarsvegar líkamlegu ofbeldi og hótunum sem sérstaklega eru áhrifamiklar, hinsvegar ann- ari ólögmætri nauðung. I fyrra tilfellinu er yfirlýsingin ógild og það jafnt, þó annar maður, en sá sem nauðung- inni beitir, hafi tekið við yfirlýsingunni og sé bona i'ide. Þó verður sá sem neyddur var að skýra honum frá nauð- unginni án óþarfrar tafar. í síðara tilfellinu er yfirlýsing- in ógild ef sá maður sem hún er gefin beitti sjálfur nauð- unginni eða ef ætlast mátti til að liann sæi að hún væri gefin fyrir ólögmæta nauðung. l'rá þriðja manni. 30. gr. er um svik, svipuð mjög þeim reglum sem taldar hafa ver- ið gilda um þau efni. Nýmæli er sú sönnunarregla að sé upplýst að svikum hafi verið beitt, þá er talið að þau liafi haft áhrif um yfirlýsinguna ef eigi sannast annað. 31. gr. er aftur á móti merkilegt nýmæli. Þar er svo ákveðið að ef maður notar sér bágindi, léttúð, grunnhygni eða reynslu- skort annars manns eða það að hann er honum háður til að fá eða áskilja einhverja hagsmuni, sem annaðhvort ekk- ert er greitt fyrir eða óhæfilega lítið, þá er yfirlýsing þess, er ójöfnuðinUm var beittur, ógild. 32. gr. hefir ákvæði um áhrif þess að yfirlýsing manns, vegna misritunar hans eða annara þess háttar misgripa, hljóðar öðruvísi en hann

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.