Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Qupperneq 35
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 209 ætlaðist til, eða afiagast hún í meðförunum hjá símamönn- um eða hoðl)erum. 33. gr. kveður á um það, að yfirlýs- ingu, sem ella væri gild, verði eigi haldið fram, ef svo er ástatt að það yrði talið fara í bága. við góða siði, vegna atvika sem ætla má að móttakanda hennar væru kunn er hann fékk vitneskju um hana. 34. gr. mælir svo fyrir að sé skrifieg yflrlýsing gefin til málamynda, og hafi mót- takandi framselt öðrum manni rétt sinn samkvæmt lienni, geti sá sem yfirlýsinguna gaf, ekki borið það fyrir sig gegn lionum, að hún væri gefin til málamynda, enda sé frarn- salshafi bona fide. 35. gr. kveður á um það að komist kvittun fyrir peningum úr vörslum kröfuhafa sé skuldu- nautur alt að einu laus rnála ef hann bona fide greiðir skuldina þeim manni er með kvittunina kemur. I 36. gr. er dómstólunum veitt heimild til að færa niður upphæð bóta sem lagðar hafa verið í samningi við vanefndum ann- ars livors aðila, enda yrði það talið bersýnilega ósann- gjarnt ef bótanna yrði krafist að fullu. Sömu reglur gilda samkvæmt 37. gr. er svo er um samið að sá aðila er van- efnir skyldur sínar, og samningi er rift af þeim sökum, skuli ekki eiga kost á að krefjast skila á því sem liann þegar hefir innt af hendi eða að hann skuli þrátt fyrir það greiða sína greiðslu aö fullu eða loks ef svo er um samið að veð eða önnur trygging, er sett var fyrir greiðslu, skuli falla til kröfuhafa verði vanefndir á greiðslunni. — Sænsku lögin fai’a það lengra en þau dönsku og norsku, að þau telja síðastnefnda samningsákvæðið algjörlega ó- gilt. Báðar þessar greinar eru nýmæli og þær gætu sjálf- sagt líka komið að góðu haldi hér á landi. 011 lögin und- anskilja svonefnd afborgunarkaup ákvæðum 37. gr. Eru um þau kaup sérstök lög, frá þessari sömu nefnd. Hér á landi tíðkast slík kaup nokkuð en töluverð óvissa er á ýmsum atriðum í réttarstöðu kaupanda og seljanda. 38. gr. sem er nokkuð mismunandi í lögunum, setur ýmsar skorður fyrir gildi samninga þar sem annar aðila skuld- bindur sig til að stunda ekki tiltekna atvinnu og gjörðir eru í því skyni að lcoma í veg fyrir samkeppni. u

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.