Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 37
t Halldór Daníelsson hæstaréttardómari. ln memoriam. Halldór Danielsson hæstaréttardómari var fæddur norður í Eyjafirði á Hrafnagili 6. febr. 1855. Var faðir hans, Daníel prófastur Ilalldórsson, þá prestur þar. Hall- dór Daníelsson útskrifaðist úr lærðaskóla Reykjavíkur vorið 1877 með 1. einkunn, sigldi samsumars til Kmhafn- ar og nam lög við háskólann þar; tók hann embættispróf vorið 1883 með hárri 1. einkunn. Hann fékk veitingu fyr- ir Dalasýslu 25. júlí þá um sumarið, og hélt þá sýslu, uns hann var skipaður bæjarfógeti í Reykjavík 28. júlí 1886; hafði liann það embætti á hendi í full 22 ár eða til ársloka 1908; en þá um áramótin settist hann í lands- yfirdóminn, því að hann hafði hinn 19. nóvember næst á undan fengið veitingu fyrir 2. yfirdómaraembættinu; fyi'ra yfirdómaraembættið fékk hann síðar með veitingu 20. sept. 1915, og þegar landsyfirdómui’inn var lagður niður, og hæstiréttur settur á stofn, var hann skipaður dómari í þeirn rétti hinn 1. desbr. 1919; sat hann í réttinum það sem eftir var æfinnar, en hann andaðist úr lungnabólgu að heimili sínu hér í bænurn 16. september þ. á. Hall- dór Daníelsson var kvæntur frú önnu, dóttur Halldórs yfirkennai'a Priðrikssouar, og lifir hún mann sinn. Þrjú börn þeirra hjóna eru á lífi, öll uppkomin. Halldór Daníelsson var embættismaður alla æfi fi'á því hann komst á legg og hafði lokið nauðsynlegum próf- um, og vai’ð embættistími hans rétt 40 ár; liitt er þó meira urn vert, að hann var að allra þeirra dómi, sem þektu hann, fyi'innyndar embættismaðui’, og bar margt tilþess; vitsmunirnir voru skýrir og glöggir; þekkingin bæði víð 14*

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.