Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 40
Hagfræðingamót Norðurlanda. Á síðari hluta 19. aldar tóku hagfræðingar á Norður- löndum upp þann sið að halda mót með sér á nokkurra ára fresti til þess að ræða um sameiginleg áhugamál. Vwu mót þessi allfjölmenn og vöktu töluverða atliygli, enda höfðu þau töluverð áhrif, og má benda á ótvíræðan árangur af þeim sumum, svo sem myntsamband Norður- landa o. fi. Hið 5. í röðinni af mótum þessum var hald- ið í Kaupmannahöfn árið 1888. En eftir það lögðust þau niður og olli því sambandsdeilan milli Svíþjóðar og Nor- egs, er mjög spilti fyrir allri samvinnu og sambúð Norð- urlandaþjóðanna um það leyti. En árið 1920 voru fundir þessir teknir upp aftur fyrir forgöngu hagfi'æðingafélag- anna í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Kristjaníu. Var þá um sumarið haldinn fundur í Stokkhólmi og ákveðið að fundir þessir skyldi haldnir framvegis 3. hvert ár. Samkvæmt því var fundur haldinn síðastliðið sumar í Kristjaníu. Á fundinum í Stokkhóhni mættu aðeins liluttak- endur frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi, en á fundinum í Kristjaníu auk þess nokkrir menn frá Finnlandi. Islensk- um liagfræðingum var boðin þátttaka í báðum fundunum, en þeir treystust ýmsra hluta vegna ekki til að talca boð- inu. Fundurinn í Kristjaníu stóð í þrjá daga (30. ágúst til 1. september) og sóttu liann um 150 manns. Umræðuefnin voru 5 og er ágrip af umræðunum birt í Sociale Med- delelser 7. hefti þ. á. Skal hér sarnkvæmt því stuttlega drepið á framsöguræðurna)-, sem allar snertu þau málefni, sem nú er hvervetna mikið um rætt. Fyrsta umræðuefnið var um afstöðu ríkisins

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.