Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Side 43
Thnarit lögfræðinga og hagfræðinga. 217
og hlutafélögin nú eru orðin, ætti starfsemi þeirra að vera
alveg opinber, þau ættu að starfa í glerhúsi, og opinber
stofnun, sem hefði rétt til að heimta allar upplýsingar,
ætti að rannsaka reikninga þeirra og gefa kvittun fyrir
þeim. Það hefir komið í ljcs á vorum dögum, að fémagns-
framleiðslan hefir ýmsa annmarka, ekki aðeins siðferðilega,
heldur einnig tekniska. En jaínvíst er það, að tími þjóð-
nýtingarinnar er ekki kominn og menn verða enn að
byggja á grundvelli hins fémagnaða þjóðskipulags. En fé-
magnið má ekki verða drottinn þjóðféiagsins, heldur þjónn
þess.
Máli þessu var vel tekið og viðurkendu menn rétt-
mæti þess, en þó þótti ýmsuin próf. Birck líta nokkuð
einhliða á það og eingöngu hafa fyrir augum hin stærri
hlutafélög, en um hin smærri gæti oft verið öðru máli
að gegna.
Fjórða umræðuefnið var um á h r i f s k a 11 a n n a
á fésöfnunina. Málshefjandi var dr. E. Nevan 1 inna
frá Helsingfors. Hvernig skattarnir verkuðu á fésöfnun-
ina taldi hann aðallega komið undir því, hvernig skatta-
byrðin skiftist á mismunandi tekjuflokka. Því minni vel-
megun sem fyrir er, þar sem skatturinn er lagður á, því
meiri líkur eru til, að hann verði greiddur með því, sem
annars rnundi hafa gengið til eyðslu, en eftir því sem vel-
megunin er meiri, er rneiri hætla á, að hann verði greidd-
ur með því að taka af féstofninum án þess að eyðslan verði
takmörkuð. Þessi ástæða mundi því leiða til þyngri skatta
á fátækum en ríkum, en bæði af pólitískum og þjóðfélags-
legum ástæðum gæti þó auðvitað ekki komið til mála að
vinna móti því, að skattur væri stighækkandi af háum
tekjum. En þetta ætti að vera ríkinu hvöt til þess að
nota það sem inn kæmi í skatt með þessu móti ekki til
eyðslu heldur til framleiðslu. Skattur á munaðarvörum
dregur ekki úr fésöfnuninni. En best er auðvitað, að skatt-
urinn beinlínis stuðli að fésöfnun. Það getur orðið með
breytingu á tekjuskattinum í þá átt, að af því sem hver
maður notar til eyðslu frani yfir einhverja ákveðna upp-