Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Page 45

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Page 45
t Julius Lassen, prófessor, dr. juris. Þeim fækkar óðum, mönnunum sem mest kvað að í lögfræðingaflokki Norðurlandaþjóðanna í byrjun þessarar aldar. Á fárra ára bili hafa þeir hnigið í valinn Almén, Goos og Hagerup og nú er sú frogn hingað komin, að Julius Lassen sé látinn, sá maður, er bar höfuð og herðar yfir alla núlifandi lögfræðinga á Norðurlöndum. Þess er skylt að hans sé minst í þessu riti, enda var hann kenn- ari nálega allra núlifandi lögfræðinga islenskra, þeirra er nám stunduðu við Hafnarháskóla, og rit hans hafa mikið gildi, einnig fyrir oss. Þá var hann og Garðprófastur um langt skeið, 22 ár, og allan þann tíma höfðu íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn, almennar kynni af honum en nokkrum háskólakennara öðrum. Veit eg þess engin dæmi að þau kynni væri öðru vísi en góð. Julius Lassen var fæddur 4. júlí 1847, varð kandidat í lögfræði 1871 og því næst starfsmaður í dóinsmálaráðu- neytinu 1872- -1881. Árið 1877 hlaut hann doktorsnafnbót við Hafnarháskóla fyrir ritið: Betingelserne for Forsögets Strafbarhed og árið 1881 varð hann eptirmaður próf. Aage- sens við háskólann, eptir samkepnispróf. Því embætti gengdi hann til ársloka 1917. Var hann þá búinn að ná aldurshámarki prófessora, og varð að láta af embætti fyrir þá sök. Garðprófastur var hann frá 1896—1918. Kröfurétturinn var jafnan aðalkenslugrein próf. Las- sens. Með ritum sínum um þau efni vann hann sér mest- an vísindaframa. Auk hinna miklu kröfuréttar-handbóka hans, almenna og sérstaka hlutans, eru til eptir hann fjöldamörg smærri rit og ritgjörðir um ýms efni kröfu- réttarins. Handbækurnar eru þó aðairit hans og þær munu

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.