Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Page 46
220
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
lengst halda nafni hans á lopti, enda er víst óhætt að
fullyrða, að eigi sé til á Norðurlandamálunum neitt heild-
arrit um nokkra grein lögfræðinnar, er jafnist á við þær.
Eru þær ekki aðeins grundvaliarrit um danskan rétt held-
ur hafa einnig hinar Norðurlandaþjóðirnar haft mikil not
af þeim fyrir sinn rétt. Hafa ýmsar kenningar Lassens
haft áhrif um öll Norðurlönd, bæði hjá fræðimönnum, dóm-
urum og löggjöfum.
Allir íslenskir lögfræðingar þekkja kröfurétt Lassens
og er því engin þörf að lýsa honum. Yfirburðir Lassens
sem lögfræðings koma hvergi betur í Ijós en þar. Þar tel
eg þó eigi fyrst þann mikla lærdóm, er hann sýnir, né
þann mikla fróðleik um danskan rétt, er rit þessi hafa að
geyma. Eigi heldur það, sem annars var fremur fátitt í
norrænum lagaritum, að Lassen vitnar hvervetna til rétt-
ar annara þjóða og veitir lesandanum þar með stoð til
þess að bera saman danskan og erlendan rétt. Þá er og
stíll hans, framsetning lians á efninu, ávalt létt og lipur.
Iiann er aldrei þur eða leiðinlegur. Allt þetta eru kostir
á hverju riti, en hjá Lassen eru það samt eigi aðalkost-
irnir. Hitt er mest um vert hve vel honum tekst að þræða
milli skers og báru þar sem lögfræðingunum hefir v.erið
hættast við að hlekkjast á. Jlonum tekst það að hafa fast
og traustbygt kerfi (systemat.ik) án þess að vera styi’finn
eða kreddubundinn. Þar hefir mönnum reynst meðalliófið
vandratað. Iljá sumum hefir kerfið orðið of losaralegt en
þá vill efnið líka verða í molum. En optast munu þó lög-
fræðingarnir hafa syndgað á liinn veginn. Kerfið hefir
orðið aðalatriðið. Það liefir orðið einskonar steypumót, sem
kenningunum liefir verið troöið í, og rétturinn hefir orðið
steingjörð mynd en ekki lifandi vera, fræðimennirnir hafa
hreykt sér uppi í sínum hugtakahimni (Begrifshimmel),
sem Ihering kallaði svo, langt frá öllum jarðneskum veru-
leika. Lassen tókst ])ar að þræða hinn gullna meðalveg.
Kerfi hans er fast og traust, alt á sinum rétta stað í rök-
fastri röð. En rétturinn er lifandi lijá honum þrátt fyrir
það, aldrei steingjörður. Reglurnai' eru sveigjanlegar og