Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Page 48

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Page 48
222 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. vikunum. En þetta rýrir að engu leyti verðleika Lassens. Það er ekki á hvers manns færi að lesa þessar reglur út úr margbreytni dómanna svo skarplega sem Lassen hefir gjört og skipa þeim niður í rétt og fast kerfi. Til þess þarf skarpskygni sem fáum er gefin. En Lassen hafði hana til að bera. Auk kröfuréttarins kendi hann um hríð rómverskan rétt og hefir hann ritað nokkuð um þau efni t. d. Fore- læsninger over romersk Privatret, 1899—1904, Lærebog i romersk Privatret, 2. útg. 1911. Hann átti og mikinn þátt í undirbúningi ýmsra lagabálka, meðal annars var liann einn af fulltrúum Dann í kröfuréttarnefndinni norrænu og átti mikinn þátt i starfi hennar. Má segja að lög þau er sú nefnd hefir samiö séu mótuð af honum og mjög í hans anda, jafnan gætt þess að iögfesta reglur með varúð og gefa dómstólunum þar se'm þess er þörf svigrúm til þess að dæma eptir atvikunum. Margt í þessum lögum, t. d. kaupalögunum og samningalögunum, er líka beinlínis lög- festing á reglunum sem hann hafði sett frarn í kröfurétti sinum. Þó að Lassen gæfi sig aldrei að stjórnmálum, mun danskur og yfir höfuð norrænn réttur, bera hans meiri og haldbetri menjar en margra kúgilda af almennum stjórn- málaskúmum. En lögfræðin var ekki eina áhugamál Jul. Lassens. Hann var góður grasafræðingur og ritaði ýmislegt um þau efni. Hann var kirkjumaður og tók þátt í ýmsri safnaðar- starfsemi í Kaupmannahöfn. Gamall Garðbúi og lærisveinn Lassens, Björn Þórðar- son hæstaréttarritari, hefir minst hans fagurlega og hlý- lega í dagblaðinu Vísir 30. f. m: Get eg, sem gamall Garð- búi, tekið undir það er hann segir um Lassen sem Garð- prófast. Þó að persónuleg kynni flestra okkar við liann væru fremur lítil, þá get eg ekki skilið annað en að við minnumst lians allir með ást og virðingu. Eg minnist þess að eitt sinn sagði Lassen það í ræðu á Garði að æskuósk sín hefði verið sú að verða prófes- sor í lögfræði og verða Garðprófastur. Hann fékk báðar

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.