Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 50

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 50
224 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. einnig almennum viðskiftabönkum og samstarfinu milli seðla- bankanna og viðskiftabankanna. Fyrst er í örstuttum imigangi skýrt frá uppruna bankanna á miðöldunum og liefst því næst lýsingin á bankamálunum og saga þeirra í lnnum einstöku löndum. Byrjar lýsingiu á Eng- landi og er það lengsti kaíii bindisins, enda heíir England ver- ið, og er enn, fremst allra landa í banka- og peningamálum. Segir höf. sögu Englandsbanka snildarvel og lýsir hann einnig einkabönkum og vexti þeirra; þótt fijótt sé yfir sögu t'arið, er þó vikið allraikilega að fiestu því, sem er sérkennilegt fyrir bresk banka- og peningaviðskifti. Næstu tveir kaffarnir eru um Frakkland og Þýskaland. Er ítarlega skýrt frá seðlabönk- unum og seðlaútgáfu í báðum löndunum og, að því er Þýska- land snertir, þá lýsir höf. starfsemi einkabanltanna rækilegar en á sér stað um hin löndin, enda hafa þýsku einkabankarn- ir verið frábrugðnir og að ýmsu leyti fullkomnari en sams- konar bankar í ööruin löndum. Má í því efni sérstaklega nel'na hið nána samband og samvinnu, sem verið hefir milli b'ank- anna og iðnaðarins og þá um leið vöruútfiutningsius. Þá kem- ur næst lengsti kafli bindisins og er hann um Bandaríkin. Með lögum frá 1913 (The Federal Reserve Act) var gjörbreytt fyrirkomulaginu á seðlabönkunum og er seðlaútgáfunni í Banda- ríkjunum nú alt öðruvísi lyrirkomið en í nokkru landi hér í álf'u. Er itarlega og greinilega skýrt frá framkvæmd laganna og hversu þau hafi gefist. En veruleg reynsla hefir þó eigi enn fengist bæði af því, að reynslutíminn er svo skammur, og vegna þess, a'ð styrjöldin hófst rétt eftir að lögin komust í framkvæmd. Loks lýsir höf. bankamálum á Norðurlöndum og nær lýsingin þar, eins og annarsstaðar í bindinu, fram á síð- ustu ár. Gert er ráð fyrir að síðara bindið komi út mjög bráðlega. Höf. hefir um langt skeið lagt sérstaklega fyrir sig bankafræði, en hann hefir einnig haft nokkur afskifti af bankastarfsemi og er nýlega koininn í bankaráð þjóðbankans danska. Ilefir hann því óvenjulega góða aðstöðu og má búast við, að síöara bind- ið, um kenningar í bankafræðinni, verði verulegt merkisrit. G. Ó.

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.