Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 5
Ferð um Þingeyjarsýslu og Fljótsdalshjerað.
Eptir Sæm. Eyjólfsson.
I sumar er leið, ferðaðist eg norður um land og austur
i Fljótsdalshjerað, og hafði búnaðarfjelag Suðuramtsins
veitt mjer styrk til þeirrar farar. För þessi var eink-
um gerð til þess að rannsaka skógana í Múlasýslum og
Þingeyjarsýslu og meðferð þeirra.
Eg lagði af stað frá Reykjavík 5. júlím., og fór
sem leið liggur norður Kaldadal og Grímstungnaheiði, og
hjelt viðstöðulaust norður á Akureyri, og þaðan norður
í Fnjóskadal. í Fnjóskadalnum eru allmiklir skógar,
en eg skoðaði þá eigi fyr en eg fór suður nm aptur,
og mun eg því minnast á þá síðar. Úr Fnjóskadalnum
fór eg norður Ljósavatnsskarð, og þaðan inn í Bárðardal.
í Ljósavatnsskarði eru enn nokkrar smávaxnar
skógarleifar, en þess má sjá merki, að víða hafa þar
verið skógar áður, er nú er skóglaust, og hið efra í
hlíðunum eru víða graslausar skriður, þar sem alt hef-
ur verið skógi vaxið áður. í jarðabók þeirra Árna Magn-
ússonar og Páls Vídalíns er svo sagt, að „nœgur skóguru
sje til kolagerðar og eldiviðar á Sigríðarstöðum og Litlu-
tjörnum og Öxará. Á Stórutjörnum er sagt að sje hrís
til eldiviðar; sama er og sagt um Ljósavatn1, „en kolagerð
') Bg tel Ljósavatn og Oxárá í Ljósavatnsskarði, og svo var
jafnan gert til forna.
Búnafiarrit VIII.
1