Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 6
2
hefur staðurinn (o: Ljósavatn) brúkað alt til þessa í
Öxárskógi, átölulaust hingað til. Timburhögg á staður-
inn í Barnafellsskógi".1
Ljósavatnsskarð er einkennilagt og fagurt, en þó
hlýtur það að hafa verið miklu fegurra áður en skóg-
arnir eyðilögðust, og þar með mikið af öðrum gróðri.
Á Ljósavatni er svipmest og fegurst. Q-oðafoss er eigi
alllangt frá bænum; má sjá vatnsmökkinn leggja upp
frá fossinum, svo sem reykjarsúlu frá sjóðanda hver. En
um leið og þessi sjón mætir auganu, berst fossniðurinn
þungur og dimmur að eyrum vegfarans. Alt bendir til
þess, að eitthvað mikilfenglegt sje á seiði þar austur í
hraungljúfrinu. Það er sem einhver máttug og undur-
samleg vættur dyljist þar, eða „breiði feld yfir höfuð
sjer“, svo sem Þorgeir Ljósvetningagoði, og kveði kvæði
um spekinga, göfugmenni og hetjur, er völdu sjer bú-
stað á þessum stöðvum.
Mjer fanst mikið um að koma að Ljósavatni. Þar
hefur verið unnið mikið til þess að auka þá fegurð, er
náttúran hefur að bjóða. Þar er vandað timburhús, og
svo vel og haglega er þar gengið frá flestu, að það
býður af sjer betra þokka en alment gerist. Er þar
sannast af að segja, að Ljósavatn er eitt hið mesta
snyrtiheimili, er eg hef komið á.
Bárðardalur er löng sveit, en mjög strjálbygð8.
Þar er víða fagurt og landkostir góðir. Þar hafa verið
skógar allmiklir til forna, en lítið er nú eptir af þeim.
Innan til í dalnum eru þó nokkrir skógar enn, en mjög
eru þeir smávaxnir. Einna stærstar hríslur eru í Hall-
*) Sbr. máldaga Ljósavatnskirkju' 1380 (Fornbr.safn III, 355).
2) Svo kvað Látra-Björg:
Bárðardalur er bozta sveit,
þótt bæja sje langt á inilli.