Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 7
3
dórsstaðaskógi, þótt eigi sje þær stórvaxnar. Á Stóru-
völlum eru einnig nokkrar skógarleifar, og á Lundar-
brekku er eigi skóglaust með öllu. í jarðabók Árna
Magnússonar eru skógar taldir á þessum jörðum í Bárð-
ardal:
EyjadaJsá: „Skógur er að mestu fallinn fyrir feyskju
og óbrúkaudi nema til eldiviðar".1 Sandhaugar: „Skóg-
ur til kolagerðar að mestu faliinn fyrir feyskju; er þó
enn bjárlegur til eldiviðar“. Stóruvöllum: „Skógur til
kolgerðar að mestu eyddur fyrir brúkun og feyskju, en
til eldiviðar bjarglegur“. Litluvöllum: „Skógur til kol-
gerðar eyddur, en til eldiviðar lítill og feyskinn“. Hall-
dórsstöðum: „Skógur til kolgerðar og eldiviðar nægur;
brúkast og til heystyrks“. Mýri: „Skógur til kolgerð-
ar og eldiviðar, feyskist mjög“. Ishóli: „Skógur til
kolgerðar að mestu eyddur, en til eldiviður bjarglegur“.
Lundarbrekku: „Skógur til kolgerðar að mestu eyddur
fyrir feyskju af sandfoki, en til eldiviðar bjarglegur“.
Sigurðarstöðum: „Skógur til kolgerðar þrotinn, en til
eldiviðar lítill“. Hrafnsstöðum (eða Hrappsstöðum): Þar
er sagt að sje „rifhrís“. Jarlsstöðum og Kálfborgará:
Par er sagt að sje „lítill skógur til kolgerðar, en til
eldiviðar bjarglegur“. Á Arndísarstöðum er sagt, að
skógur sje „að kalla eyddur“.
Jarðabók Árna um Þingeyjarsýslu er gerð 1712.
Þessi lýsing á skógunum í Bárðardal er als eigi glæsi-
leg. Þeir eru að ganga úr sjer og eyðileggjast af
„feyskjuu. Eigi er talað um, að ill meðferð sje orsök
þessarar „feyslcjuu og eyðileggingar. Þó er sagt, að
kolskógur sje að mestu eyddur á Stóruvöllum „fyrir
1 Jarðatali JohnaeuB (Kh. 1847, bls. 336) er sagt, að á Eyja-
dalsh sje „nægilogur“ akógur til kolagerðar.
1*