Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 9
5
um. Eptir því sem skóginum á Halldórsstóðum er lýst
má ætla að hann hafi verið allálitlegur skógur, og það
er einnig líklegt að skógarnir á Mýri og íshóli hafi
eigi verið mjög smávaxnir.
>, Á íshóli hafði verið allmikill skógur fyrir 50 árum.
Það lítur því svo út sem skógurinn hafi blómgast þar
og þroskast frá því á öndverðri 18. öld og þangað til
snemma á þessari öld. Þó er hitt eigi síður líklegt, að
miklu minna sje gert úr skóginum í jarðabókinni, en
sannindi liafi verið til. Nú er þessi skógur gersamlega
horfinn; eru þar nú melar og sandar eptir, sem skóg-
urinn var.
Smiðjushögnr nefnist enn allmikið svæði fyrir ofan
bygð alla í Bárðardal. Þar er sagt að verið hafi stór-
vaxinn og víðáttumikíll skógur til forna, og allstórvax-
inn skógur var þar á nokkru svæði fram á daga þeirra
manna, er enn lifa. Eg kom eigi á þessar stöðvar,1 en
Jón bóndi á íshóli, bróðir sjera Jóhanns dómkirkjuprests,
sagði mjer, að fúnir birkistofnar sæjust til og frá alla
leið sunnan frá Kiðagili og niður undir bygð, enda vita
menn, að eigi er mjög langt síðan að allmiklir skógar
voru tíl og frá um alt þetta svæði. Þar eru nú sand-
ar einir og auðn nema á nokkru svæði um Helgastaði,
þar sem Helgi krókur bjó. Það er forn eyðijörð skamt
fyrir neðan Kiðagil. Þar er gróður nokkur, en allur
skógur er þar horfinn. Sandfok er eitt með öðru, sem
eyðilagt hefur skógana í Bárðardal; liefur sá sandur
irl- komið sunnan úr óbygðum, alla leið sunnan af Sprengi-
sandi, og færzt lengra og lengra niður eptir, og eyði-
lagt nálega allan jurtagróður, er fyrir hefur orðið. Þess
vegna hefur smáeyðst sunnan af bygðinni. Bygðin hefur
*) Eg kom eigi innantil í Bárðardalinn, en eg hefi fengið margar
upplýsingar hjá Jóni bónda á íshóli, og fer mjög eptir hans sögn.