Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 10
6
náð miklu lengra suður eptir til forna. Fyrir sunnan
Kiðagil er víða orðið svo uppblásið, að hinn lausi jarð-
vegur er allur blásinn burt. Þess vegna er þar nú að
myndast nýgræðingur á síðustu árum. Má jafnvel sjá
þess vott langt suður um Sprengisand, að nýr gróður
sje að myndast. Þetta er sögn Jóns á íshóli, en hann
er manna kunnugastur um þessar stöðvar. Það er mjög
algengt, að stór svæði hafa hamaskipti á þenna hátt.
Jarðveginn blæs upp, og allur gróður eyðilegst, þang-
að til kemur niður á svo fast undirlag, að eigi getur
blásið upp lengur til muna. Þá getur nýr gróður feng-
ið næði til að myndast. Á hálsum, heiðum og flóum
má víða sjá háar torfur, grasi vaxnar ofan. Vindurinn
feykir úr hliðum torfunnar, og smáeyðir henni. Slíkar
torfur eru leifar af jarðvegi, er hulið hefur alt landið
í kring, og ber hæð torfunnar vott um hversu sá jarð-
vegur hefur verið þykkur. Sumstaðar er alt svæðið í
kring gróið upp aptur, en á öðrum stöðum eru eptir
gróðurlausir melar eða gróðurlitlir grjótflákar, er áður
voru huldir þykkum og grónum jarðvegi. í flóum og
mýrum má víða sjá margar slíkar torfur, þar sem alt
er gróið upp í kring, og grær jafnóðum og eldri jarð-
vegurinn hverfur. Slíkar torfur má t. d. sjá í flestum
flóum á Arnarvatnsheiði og Tvídægru.
Úr Bárðardalnum fór eg austnr í Mývatnssveit.
Sú sveit er einkennileg og fríð sýnum. Þar er bygðin
umhverfis Mývatn. Mestur hluti landsins umhverfls
vatnið er hraun, en sumstaðar er allmikill gróður í
hrauninu, einkum sunnan við vatnið. Þar er landið
einkar fritt, svo sem alstaðar í hraunum, þar sem gróð-
ur er til muna. Fjöllin í fjarlægð eru einkennileg og
mikil sýnum; mest ber á Sellandafjalli, Bláfjalli, Hlíð-
arfjalli og Vindbelgjarfjalli. Það er sem Mývetningar