Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 11
7
hafi marga jötna í sinni þjónustu, og hafi skipað þeim
á vörð umhverfis bygðina. Þótt vegfaranum finnist mik-
ið um að sjá þessa jötna, verður honum eigi síður star-
sýnt á spegilinn þeirra, — spegilinn mikla í hraunum-
gerðinni. Það er fögur sjón að líta yfir Mývatn, þá er
lygnt er og bjart veður. í vatninu er mikill fjöldi eyja,
og eykur það mjög fegurð sveitarinnar. í eyjum þess-
er meira andavarp en dæmi sje til annarstaðar á land-
inu. í vatninu er silungsveiði mikil, og er það sveitar-
raönnum mikil hlunnindi.1 í hitum á sumrin er afar-
mikill mývargur við vatnið, og gerir hann eigi lítið ó-
hagræði og tjón. Fjenaður verður sem tryldur og ær,
og hleypur þá opt í ófærur. Mörg sauðkind hefur í
þeirri æði hlaupið niður i einhverja hraungjána, en
eigi mátt komast upp þaðan aptur, og hefur þvi farizt
þar.2 Það má sjá af ýmsu, að hagur manna hefur löng-
*) Við Mývatn er silungur opt nefndur „reyði“ (kvenk., beygist
sem heiði, veiði o. s. frv.). Þetta nafn mun ávalt hafa tiðkast í
Mývatnssveit. Á einum stað í sögu Guðmundar biskups kemur
orðið „reyðru fyrir sera nafn á silungi, en þá er einmitt verið að
tala um silung við Mývatn. Þá er Guðmundur biskup hafði blessað
veiðistöð Þorsteins bðnda í Reykjahlíð, varð „veiðr svá mikil, at varla
kom nytjum á, ok seldi Þorsteinn bóndi til iij. kúa reyðar um sum-
arit“ (Bp. I, 594). í Skáldskaparmálum er „reyðr“ talin með
fiskaheitum (Sn. Edda I, 578).
2) Mývetningum hefur ávalt þðtt hið mesta mein að Mývargin-
um. Galdramenn og ákvæðaskáld hafa opt freistað að losa sveit-
ina við þessa plágu. Optast hefur þá mývargurinn horfið um stund-
arsakir, en jafnan hefur hann komið aptur, og vorið þá ongu betri
en áður. Svo kvað Galdra-Brandur:
Gylvi hæða gallhvassan
gefi vind á landnorðan,
með ðveðri magnaðan,
mývarginn svo drepi hann.
Sigmundur Árnason á Yindbeig, langaíi sjera Árna á SkútutBöðum,