Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 12
8
um verið betri í Mývatnssveit en í öðrum sveitum í Þing-
eyjarsýslu, enda hefur silungsveiðin verið þar ávalt til
mikils hagnaðar. Þar eru og landkostir góðir. Um
Mývatnssveit kvað Látra-Björg:
Mýyatnasveit eg vænsta veit
vera á þessu láði;
fðlk er gott, en fær þann vott,
að fullt sje það af háði.
Mývatnssveitin mun hafa verið mjög skógi vaxin
til forna austan og norðan við vatnið, en sunnan og
vestan við vatnið hlýtur að hafa verið skóglaust síðan
land bygðist nema á einstöku stað. Nú eru engir skóg-
ar í sveitinni nema smákjarr í Reykjahlíð og á Gríms-
stöðum, og að eins lítill vottur um skógarleifar á nokkr-
um öðrum stöðum. Grönlund fann nokkrar birkiplönt-
ur á Vindbelgjarfjalli 1660 fetum fyrir ofan sjávarmál;
mun það vera eindæmi hjer á landi, að birki vaxi á
svo mikilli hæð.
Það er auðsætt af jarðabók Árna Magnússonar að
nokkru meiri skógar hafa verið í Mývatnssveit 1712 en
þeir nú eru. Þó er þeim eigi glæsilega lýst, og skal
eg setja hjer þá lýsingu orðrjetta: Á Helluvaði „er rif-
hris bjarglegt“. Á Arnarvatni er „rífhrís og fjalldrapi
til heys og eldiviðar styrks“. Slcútustabir eiga „skóg
allan í Arahvammi í Grænavatnslandi, og annað skóg-
arítak í Villingafjalli í Brjámsnesslandi, og í Titlings-
brekku í Vindbelgslandi. Þessir skógarpartar eru að
kalla gjöreyddir, nema mjög lítið í Arahvammi, sem
þó er að mestu fallið fyrir feyskju“. í Brjámsnesi er
„skógur til kolgerðar og eldiviðar. nægur, en eyðist
kvað mjög mergjaða vísu móti mývarginum, en svo ógurlegar for-
mælingar eru í henni, að eigi hæfir að birta liana fyrir alrnenn-
ingi.