Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 13
9
mjög“. I Vogum er „skógur til kolgerðar og eldiviðar
bjarglegur, brúkast og til heystyrks". Á Grímsstöðum
er „skógur til kolgerðar og eldiviðar enn þá bjarglegur,
feyskist mjög; brúkast og til heystyrks".1 Á Yindbelg
er sagt að skógur sje fallinn að mestu „fyrir feyskju".
í Reylcjalilíð „er skógur til kolgerðar og eldiviður bjarg-
legur, brúkast og til heystyrks; eyðist mjög og feysk-
ist“. í Fagranesi „er skógur til kola og eldiviðar og
bjarglegur; brúkast og til heystyrks“.
Það er án efa að mestu leyti mannanna sök, að skógarn-
ir hafa eyðilagst í Mývatussveit, en þó er fleira sem hef-
ur stutt að því. Þar hefur opt verið öskufall og eld-
gos, og hlýtur það að hafa unnið skógunum mikinn
skaða svo sem annarstaðar.2
‘) Það er auðsætt af jarðabókinni, að það kefur verið mjög
tíðkað að nota hrís til fóðurs með lieyi. Þar sem engir skógar
voru, var víðir og fjalldrapi rifinn til fóðurs. Á Gautlöndum segir
jarðabókin að sje „víðirrif til eldiviðar og beystyrks að góðu
gagni“. Sama er sagt um Baldursbeim. Þetta var annars tíðkað
víða um land, þótt það sýnist einkum hafa verið algengt í Þing-
oyjarsýslu og Múlasýslu. Þ4 er beyleysi var, var opt farið í skóg-
inn, og höggvið limið, er stóð upp úr fönninni og gaddinum, og
haft til fóðurs. En stofnarnir stóðu eptir, og fúnuðu og eyðilögð-
ust eptir lítinn tíma.
*) í Reykjahlíð mú sjá stórkostlegar og einkennilegar minjar
eldsumbrota. í eldgosinu 1729 rann hraun yfir bæinn í Reykjahlíð
(7. ágúst), en engum manni varð það að skeða, því að alt fólk
hafði flúið hurt af bænum. Þá bjó Jón prestur Sæmundsson í
Reykjahlíð, og hefur liann ritað lýsingu á þessu eldgosi. 27. ágúst
ranu hraun nólega umhverfis kirkjuna, en eigi sakaði hana. Trúðu
margir því, að annar kraptur máttugri en náttúruöflin hefði verndað
kirkjnna. Kirkjan stendur onn á sama stað á litlum grashletti
hrauui luktum. Þá er eg kom þangað, fanst mjer sem þar hlyti að
vera mikill griðastaðr, er hraun og eldur hofði eirt þar öllu, on
herjað alt og eyðilagt umhverfis. Nú er stoinkirkja í Reykjaklíð,