Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 14
10
Eg þekki enga sveit hjer á landi, er betur sýnist
fallin til trjáræktar en Mývatnssveit. Þar er skjólasarat og
hiti mikill á sumrin; þar er og þurviðrasamt. Ef íarið
væri að gera verulegar tilraunir til trjáræktar hjer á
landi, og um það væri talað, hvar vænlegast mundi vera
að gera slíkar tiiraunir, þá teldi eg Mývatnssveit og
Kelduhverfið ofan til einna bezt fallið til þess. Mývatns-
sveitin hefur þó þann kost fram yfir Kelduhverfið, að
rakafullir hafvindar ná miklu síður upp í Mývatnssveit-
ina, og þótt hafvindarnir komist þangað, eru þeir eigi
svo rakafullir sem niðri í Kelduhverfinu og annarstaðar
nálægt sjónum.
Eg fór fór frá Reykjahlíð yfir Mývatnsöræfi að
Grímsstöðum á Fjöllum, og þaðan að Möðrudal. Á ein-
um stað á Mývatnsöræfum, skamt fyrir vestan Jökulsá,
sá eg greinileg merki þess, að allstórt svæði hefur ver-
ið skógi vaxið. Á Mývatnsöræfum eru víðáttumiklir
sandar. Þar vex víða allmikið af melgrasi, og nálega
alstaðar vex með því nokkuð af öðru grasi; það gras
er kallað sandtaða. Þar er ágæt vetrarbeit, er melur-
inn vex. Þangað eru hross rekin til hagagöngu; ganga
þau þar löngum úti mestan hluta vetrar, og stund-
um allan veturinn. Svo er sagt í jarðabók Árna Magn-
ússonar, þar sem Reykjahlíð er lýst: Þar er „hesta
ganga á öræfunum sæmileg, og bregzt sjaldan i meðalár-
um, en þess á milli falla þeir þegar harðindi koma uppa“.
Um Sveinsströnd er svo sagt, að þar sje „hestganga
engin“, en hestar sje reknir á fjöil á haustin, og „látnir
ganga þar upp á líf og dauða“, bæði frá þessari jörð
og öðrum jörðum í sveitinni. Á Fjöllunum vex einnig
mikið af mel, og er hann þar sleginn og þurkaður til
er Pjetur bóndi Jónsson befur látið gera. Hann er einn binna
nafnkunnu Keykjaklíðarbræðra.