Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 16
en mjög er hann smávaxinn, og er kallaður „víðil<mf“.
Þar vex og víða allmikið af vallliumli („mellifolíu“,
achillea millefolium) og pungagrasi (silene maritima).
Á Fjöllunum er það opt nefnt „heimakomiigras“. Víðast
er landið þar mjög eyðilegt og gróðurlítið, og sumstaðar
gróðurlaus sandauðn. Sandfok gerir þar mikinn skaða,
og sá eg þess greinileg merki á Grímsstöðum og Möðru
dal. Á Grímsstöðum er túnið nálega aleytt af sandfoki.
Líklegt er að sumstaðar mætti verja þar tún og engja-
bletti með melrækt, en enn þá vantar reynzlu til þess
að sagt verði um það með vissu.
Það má. sjá merki þess, að alimiklir skógar hafa
verið sumstaðar á Fjöllunum, en nú er þar skóglaust
með öllu. í jarðabók Árna Magnússonar er sagt, að á
Grímsstöðum sje „skógur smáfengiun til kola og eldi-
viðar“. í brjefi einu, er gert er í Vallanesi 1532, er
lýst framburði Jóns Guðmundssonar um landamerki á
Möðrudal og ítök jarðarinnar. Þar segir svo: „Her
með lyste hann (o: Jón Guðmundsson), að Skalholltz
staðar eign hefðe þá1 vereð halldin halfer Grimstaðer a
Fialle, enn Mauðrudalsstaðar halfer. ok sinn faðer hefðo
þar haft egg ok fugl, s7%okgras, ok allar lanz nitiar41.2
Þótt mjög sje eyðilegt á Fjöllunum, og þau sje
að mörgu leyti líkari hálendisöræfum en mannabygðum,
er þar víða einkennilegt landslag, og svipmikið að líta
til fjallanna. Mjer þótti mjög fagurt og tilkomumikið í
Möðrudal. Þar iná sjá keilulagaða tinda standa í bein-
um röðum, og í enn meiri fjarlægð rísa fjöllin himinhá.
Þar sezt eigi dagur um „sumarlanga tíð“, og seint
kveður sólin fjallatindana að kveldinu, og snemma rís
‘) Þ. e. á þcim tíma, er Jón var að alast upp í Möðrudal með
fóður sínum, sjera Guðmundi Jónssyni.
2) Smb. Tímarit Jóns Pjeturssonar I, 44.