Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 17
13
hún að morgninum, himindrotningin, og heilsar þeim.
Þá má sjá fjallatindana sitja í hásæti með gullkórónu
á höfði, svo sem væru þeir konungar einir. Það er svo
bjart yfir öllu í Möðrudal um sumartímann, en einmana-
legt mun þar vera að vetrinum; er þá eigi ólíklegt að
mönnum þyki þar nóttin löng og dagurinn stuttur, og
svo er sagt í einu gömlu kvæði:
„Langir eru morgnarnir í Möðrudal,
— J>ar eru dagmál fyr en dagar".1
Eg fór frá Möðrudal yfir Möðrudalsöræfi að Brú á
Jökuldal, og þaðan niður eptir Jökuldal endilöngum.
Jökuldalur er afarlangur, en þröngur, og er þar því
mjög Iítið undirlendi. Þar eru litlar slægjur, en land-
kostir ágætir að öðru leyti. Brú er efsti bær á daln-
um, en miklu hefur bygðin náð lengra til forna. Menn
þekkja ýms forn bæjanöfn þar inn á dalnum, og sjást
þar enn fornar bæjarústir á ýmsum stöðum. Ein af
þessum fornu eyðijörðum hjet Bakkastaður. Þar var
kirkja. Þar sjást enn bæjarústir og merki um kirkju-
garð.2 * * * * * Munnmælin segja að steinbogi bafi verið yfir
Jökulsá til forna skamt frá Brú, og þaðan hafi bærinn
fengið nafn sitt. Ymsar sagnir ganga um það, hvernig
steinbogi þessi hafi brotnað.8 Sigurður prófastur Q-unn-
*) Þótt erfitt Bje til aðflutninga í Möðrudal, hefur Stefán bðndi
EinarBson, er þar býr nú, roist þar timburhús, og fleira má sjá í
Möðrudal, er ber vott um hinn mikla dugnað ábúandans; verður
þar því enn fegurra fyrir slíka hluti.
2) í ísl. Þjóðsögum n, 7 er sögn um Bakkastað, og hversu
hann lagðist í eyði.
8) Sú er ein sögn um steinbogann, að tröllkonur tvær hafibúið
á fjöllunum upp með Jökuldal, önnur fyrir vestan ána en hin fyrir
austan. Sú er bjð fyrir vestan ána, vandi komur sínar austur yfir
til þess að tína fjallagrös austur á fjöllunum, og fðr hún þá ávalt
austur yfir ána á steinbrúnni. Hin tröllkonan vildi oigi þola að