Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 18
14
arsson segir blátt áfrara og afdráttarlaust, að steinbogi
hafi verið á áuni tii forna, og brotnað á fyrra hluta 18.
aldar.1 En þetta getur als eigi verið rjett, því að fyrst
og fremst ganga ofmargar og ævintýralegar sagnir um
það hversu boginn hafi brotnað, til þess að svo stuttur
tími sje síðan að hann var á ánni, og eí svo væri,
mundu menn vita nákvæmlega hvernig hann eyðilagðist
og hvert ár það var. Það er og auðsætt af klettum
þeim er liggja að Jökulsá í nánd við Brú, að enginn
steinbogi hefur verið þar á ánni á síðari öldum. Lík-
legast þætti mjer að steinbrú hefði aldrei verið á ánni
síðan land bygðist. í Hrafnkelssögu (2. kap.) er að
vísu talað um brú á Jökulsá ofan til ájökuldal; hefur
sú brú án efa verið nálægt Brú, og þaðan hefur bær-
inn fengið nafn sitt. Líklegast er að sú brú hafi verið
trjebrú.2
Jökuldalur hefur verið mjög skógi vaxinn til forna;
það sýna gamlar birkileifar, er þar finnast hingað og
þangað; gömul örnefni bera einnig vott um það, svo
bvo mikil grös væru tekin í hennar landi, og fyrir því braut hún
steinbogann á ánni, til þeBB að grannkona liennar kæmist eigi
austur yfir.
Safn til BÖgu ísl. II, 437 og 4B4.
2) Optast mun hafa verið brú á Jökulsá einhverstaðar, og optar
en einusinni er getið um það, að brú á Jökulsá hafi brotnað. Það
er líklegast, að frásögn Sigurðar prófaetB um ateinbrúna eigi rót
sína að rekja til þees atburðar, að trjebrú hafi brotnað á ánni. Mjög
varð tíðrætt um það, er brúin á Jökulsá brotnaði í hinum mikla
„brúarbyl“ 1670, og allmiklar sagnir spunnust af því. Þorsteinn
sýslumaður Þorloifsson hafði farið brúna litlu áður en hún brotnaði.
Hann var þá að flytja sig að Möðruvallaklaustri, því að hann hafði
fengið það í skiptum við Jón ÞorlákBson fyrir Múlasýslu. „Brúar-
bylurinn“ var oignaður fjölkyngi Sigríðar stórráðu, konu Jóns Egg-
ertssonar; var sagt að Sigríður hofði svo til ætlað, að brúin brotn-
aöi undir Þorsteini eýslumanni.