Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 19
16
sem „Brúa,rskógur“. Pað er háls allstór inn frá Brú.
Sumstaðar hafa verið skógar í dainum til skamms tíma,
svo sem á Skjöldólfsstöðum. Nú er dalurinn skóglaus.
Eg fann 5 eða 6 dvergvaxnar birkiplöntur í Hvannár-
landi. Það var hinn eini vottur, er eg sá um lifanda
skóg á Jökuldal, en þess fleiri merki sá eg um forna
skóga. dauða og til moldar gengna.
Á Jökuldal, Fjöllum, Mývatnssveit og Bárðardal
mun vera kostbetra sauðland en annarstaðar hjer á landi.
Að vísu mjólka ær í þessum sveitum miður en vestur
á Hornströndum, því að þar mjólka ær miklu betur en
dæmi sje til annarstaðar á landínu, en að öðru leyti
stendur fje í þessum sveitum Hornstrandafjenu framar
að öllum vænleik, og einkum er það miklu feitara. í
þessum sveitum munu fullorðnir sauðir skerast með
70—80 pd. falli að meðaltali, og 20 pd. mörs. Árni
prófastur á Skútustöðum sagði'mjer, að þrevetrum hrút
hefði verið slátrað þar í sveitinni (Mývatnssveit) haust-
ið 1892, er hefði verið með 30 pd. mörs. Sama haustið
var slátrað þrevetrum hrút, er Árni prófnstur átti sjálf-
ur, og var sá hrútnr með 25 pd. mörs og 95 pd. falli.
í brjefi einu úr Fnjóskadal 1863 er svo sagt: „í Mý-
vatssveit er eigi sjaldgæft að fullorðnir sauðir hafa yfir
3 fjórðunga mörs, og í haust (1862) var í einum sauð
þar 63 merkur af mör, þótt alment skærist mjög illa1*.1
Einna feitast verður fjeð á Fjöllunum. Það ber við að
kindur verða þar svo þungfærar af fitu, að þær mega
eigi rísa, ef þær leggjast óþægilega. Þetta er þó eigi
mjög títt, og ofmikið er úr því gert í sögnum, sem
ganga um það á suðurlandi.
Af Jökuldalnum fór eg yfir í Hróarstungu, og það-
an yfir Lagarfljót, og um Fljótsdalshjerað til og frá og
*) Smb. Norðanf. 2. árg. bls. 37.