Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 20
16
inn í Fljótsdal. Nú er lítið eptir af skógum í Fljóts-
dalshjeraði, en þar hafa allar sveitir verið mjög skógi
vaxnar fyrrum. Yíða hafa þar verið miklir skógar til
skamms tíma, sem nú eru gersamlega eyðilagðir, svo
sem í Fellum og Eiðaþinghá. Á Ekkjufelli og Ormars-
stöðum var stórvaxinn skógur fram undir síðustu alda-
mót. Nú eru allir skógar í Fellum gersamlega eyði-
lagðir. í Eiðaþinghá má heita að enginn skógur sje
eptir; að eins smávaxið kjarr vex enn þá í Miðhúsa-
landi og Dalhúsalandi. A Eiðum vóru mjög miklir
skógar til forna, svo sem sjá má af Droplaugarsona
sögu. Þá er Helgi Ásbjarnarson keypti Eið, og flutt-
ist þangað, spurði Þórdís kona hans, „hví hann vildi
þar heldr land eiga, er alt var skógi vaxit at húsum
heim, ok mátti hvergi sjá mannaferðir, þót at garði
færiV Það er eigi langt síðan að allmikill skógur
hefur verið á Eiðum. Ótal margar koiagrafir má sjá
þar enn til og frá um Iandið. Slíkar gamlar kolagrafir
sá eg einnig hingað og þangað með fram veginum alla
leið frá Eiðum inn að Egilsstöðum. Þessar grafir bera
með öðru vott um að þar hafi verið skógar áður, þótt
nú sje þeir horfnir.
Á Völlunum hafa verið miklir skógar fram undir
síðustu aldamót, og sumstaðar fram á daga þeirra manna,
er enn lifa. Að eins mjög litlar skógarleifar eru á
þessum jörðum: Böfða, Kollsstöbum, Ketilsstöchim, Úlfs-
stöðum og Sauðhaga (hjáleigu frá Vallanesi). Svo er
sagt, að mikill skógur liafi verið á Hafursá um síðustu
aldamót, og nokkrar skógarleifar voru þar enn um 1870.
Helgi stúdent Jónsson skrifar mjer svo: „Um 1870 var
í Mjóvanesi þjettur og beinvaxinn skógur í Mjóvanes-
hálsi, hlíðinni og selbrekkunni. Þá var og nokkur
0 Dropl. s. 12. kap.