Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 21
17
skógur í Kolakinn og Illibusku. Nú er þetta alt horf-
ið“. Petta segir Helgi að sje sögn Jóns bónda ívars-
sonar á Eyrarteigi. Á Egilsstöðum er allmikill skógur,
en miklu var hann stórvaxnari og víðáttumeiri á önd-
verðri þessari öld. Fyrir svo svo sem 10—20 árum
var hann mjög eyddur, en nú er hann að þroskast aptur.
Ábúandinn á Egilsstöðum er Jón Bergsson, sonurBergs
prófasts Jónssonar, er síðast var í Yallanesi. Hann
lætur sjer mjög ant um skóginn, og hefur eigi látið
höggva hann svo teljanda sje. Það hlífir og þessum
skógi mikið, að þar er víða mjög snjóþungt, svo að fjeð
nær eigi að bíta liinarnar á vetrum. Ungviðið er víða
beinvaxið og þroskavænlegt, og er það því að þakka,
að endaknappar greinanna hafa eigi verið bitnir.1 Það
er víst, að þessi skógur verður allstórvaxinn og þroska-
mikill, ef hann fær jafngóða meðferð framvegis, sem
hann hefur haft á síðustu tímum.
Insti hluti Yallahrepps heitir Slcógar. í því bygð-
arlagi eru 7 jarðir. Nafnið bendir til þess, að þarhafi
’) Það er ætlun ýmsra manna, að snjóþyngslin sje skðgunum
mjög skaðleg, og margar sagnir ganga um það, að skógar hafi fún-
að og eyðilagst eptir mikla snjóavetra, en eg hygg að þessi ætlun
sje eigi rjett. Þar sem skógur vex í brattri hlíð, getur að vísu
svo farið, að trjen svigni fyrir snjóþyngslunum undan hallanum, en
annars legst snjórinn alstaðar jafnt að. Snjórinn skýlir trjánum,
einkum ungviðinu, og varnar þeBS, að fjenaður bíti knappana, og
vinni Bkóginum skaða, enda eru víða blómlegir skógar þar sem mjög
er snjóþungt, svo sem í Núpstaðarskógi í Skaptafellssýslu. Jón
bóndi á Ishóli sagði mjer eptir gömlum manni og greindum, Jóni
Ingjaldssyni á Mýri, að skógarnir í Bárðardal hafi eyðilagst mest
eptir einn snjóljettan vetur og kuldavor. Þetta sýnir hve ætlanir
manna eru mjög á reiki í þessu efni. Mörgum er og svo varið,
að þeir vilja eigi kenna sjer sjálfum um eyðileggingarnar fyr en í
síðustu lög, en þá er það eitt til, að leita sakanna hjá náttúrunni;
er þá margt til tínt, er annars mundi vera ljett á metunum.
BúnaBarrit VIII. 2