Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 22
18
landið verið mjög skógi vaxið til forna, enda er eigi
langt síðan, að þar voru skógar á flestum jörðunum.
Nú er þar enginn skógur nema á Hallormsstað.
Óvíða mun vera fegurra hjer á landi en á Hall-
ormsstað; ber margt til þess. Fjallshlíðin er há og
svipmikil, skrúðgræn og skógi vaxin, en Lagarfljót fell-
ur henni til fóta í allri sinni dýrð.1 Það eykur og mikið
á fegurðina, að bærinn ermjög vel hýstur; þar eríbúð-
arhús af timbri, vönduð og prýðileg kirkja, og önnur
hús að sama skapi.
Hallormsstaðaskögur* er stórvaxnastur skógur hjer
á landi. Hann vex í allbrattri hlíð upp frá Lagarfljóti.
Jarðvegurinn er þar að mestu leyti grónar skriður og
fornar jökulöldur. Alstaðar er skógurinn stórvaxnastur
neðan til, eða nálægt fljótinu, en þar eru flestar hríslur
stórar og gamlar, og standa mjög strjált. Á einstöku stöð-
um sjest þar að vísu allþjett ungviði, en alt er það mjög
lágvaxið og kræklótt. Optast má sjá merki þess, að fje
*) Þjóðsagnirnar segja að ormur mikill liggi á fljótsbotninum,
en bundinn or hann römmum töfraböndum til beggja enda, og má
því eigi vinna mein. Það er eðlilegt, að [ijóðtrúin lúti allar illvætt-
ir liggja í fjötrum, er hafast við á svo dýrðlegum stöðvum. Svo
er sagt, að mörg skrímsl búi í Lagarfljóti, on mestar sagnir ganga
þó um orminn, selinn og skötuna. Selurinn og skatan eiga heima
utan til í fljótinu. Um skötuna kvað sjera Stefún i Yallanesi svo í
„Rönkufótsrímu:“
Skatan liggur barðabreið
í báruglaumi,
snýr upp hrygg og engu eirir
út hjá Staumi.
2) Bærinn hjet til forna á Hallormsstöðum, og sú floirtölumynd
helzt enn við í ílestum eða öllum samsettum orðum, er mynduð eru
af bæjarnafninu og einhverju öðru orði, svo sem Hallormstaðaskógur
(ekki Hallormsstaðarskógur), Hallormsstaöaháls, Hallormsstaðakirkja
o. s. frv.