Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 23
19
hefnr bitið knappana af endum greinanna, og þyí koma
nýjar greinar að eins út frá hliðunum. Hríslan getur
því eigi hækkað, en fær mikinn fjölda af hliðargreinum;
hún verður lágvaxin og kræklótt. Annað er varnar ungu
hríslunum að ná háum vexti, er það, að þær vantar
skjól. Skógurinn hefur svo mjög verið höggvinn og
eyðilagður fyrrum, að hin gömlu og háu trje standa nú
svo strjált, að þau mega eigi veita ungviðinu skjól.
Ungu trjen geta eigi náð þroska og orðið hávaxin, nema
þau njóti skjóls af hinum eldri og hærri trjám, eða
eitthvað annað skýli þeim, svo sem klettar eða brekku-
börð. Af þessum sökum er það, að trje sem gróðursett
eru með fram húsum, verða því hærri sem húsin eru
hærri, er skýla þeim. Þá er einhver skógur er orðinn
svo gisinn, að hin gömlu og háu trje skýla eigi hinum
ungu, þá má ungviðið eigi ná háum vexti eða miklum
þroska. Þá er hin gömlu trje deyja í slíkum skógi,
verður eigi eptir annað en smákjarr, og þar verður
varla stórvaxinn skógur aptur fyr en eptir margar
kynslóðir trjánna (,,generationir“), og mjög langan tíma.
Þetta má þó því að eins verða, að skógurinn fái góða
meðferð. Svo er nú komið um Hallormsstaðaskóg, að
ungviðið er þar víðast mjög þroskalítið, kræklótt og
vanskapað, og getur aldrei orðið stórvaxið; er það bæði
vegna þess, að það vantar skjól, og svo vegna hins,
að það er skemt af fjárbeit. Þar verður því á flestum
stöðum eigi annað aptir en smákjarr, þá er gömlu trjen
deyja, og skógurinn má eigi komast til þroska aptur
fyr en eptir mjög langan tíma. Hallormsstaðaskógur
getur því að eins átt nokkra framtíð, að hann sje eigi
notaður til beitar þá er haglaust er eða haglítið, svo
að nálega næst eigi í annan gróður en skóginn, og að
varast sje að höggva hann um langan tima. Það er
2*