Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 24
20
skaðlaust og opt nauðsynlegt að köggva gamlar og hálf-
fúnar hríslur í þjettvöxnum skógum, en í Hallormsstaða-
skógi er einnig nauðsynlegt að varast að höggva þær,
af því að ungviðið má eigi missa neitt af því sem veit-
ir því skjól. Um alllangan tima hefur skógurinn eigi
verið höggvinn neitt að kalla, en mjög er hann notaður
til beitar. Það er og eigi auðvelt að komast hjá því,
fyrir því að Hallormsstaður er mjög slægnalítil jörð.
Þó mundi mega bæta nokkuð úr því með því að koma
upp nátthögum, eða auka heyaflann á annan hátt. Á-
búandinn á Hallormsstað er frú Elísabet, dóttir Sig-
urðar prófasts Gunnarssonar, hins þjóðkunna merkis-
manns. Svo sem vænta má, lætur hún sjer ant um
skóginn, og vill vernda hann svo sem föng eru á.
Þess verður að vísu eigi varnað, að mikill hluti
Hallormsstaðaskógar verði að smáskógi þá er gömlu
trjen deyja, en eigi að síður er nauðsynlegt að vernda
skóginn, því að smáskógur getur haldizt þar lengi við,
ef eigi er farið því ver með hann, og í annan stað mætti
svo verða, að skógurinn næði álitlegum vexti aptur
eptir langan tíma, ef hann yrði fyrir góðri meðferð.
Að vísu hljóta þau trje ávalt að verða smávaxin, er nú
eru þar i vexti, vegna þess hve illa þau eru leikin af
sauðfjenu, og svo af hinu, að þau vantar skjól. En
líklegt er að næsta kynslóð mætti komast til meira
þroska, ef hún yrði fyrir betri meðferð. Þá mundi sú
kynslóð fæða þroskameira afkvæmi, og svo sem hún
næði meira vexti en næsta kynslóð á undan, svo mundi
hún veita afkvæmisplöntum sinum meira skjól en hún
naut sjálf í uppvextinum. Á þenna hátt mætti skógur-
inn ná miklum þroska eptir nokkrar kynslóðir. Þess
vegna er nauðsynlegt að vernda skóginn sem bezt, og
hlynna að honum á allar lundir.