Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 25
21
Hallormsstaðaskógur skiptist nú í tvent. Annar
hlutinn er fyrir innan bæinn en hinn fyrir utan. Upp
frá bænum er skóglaust svæði, en eigi er mjög langt
síðan að þar var skógi vaxið. Það hefur farið hjer sem
víða annarstaðar, að skógurinn hefur eyðilagzt fyrst næst
bænum, því að þar er hægast að ná í hann. Þar í
hlíðinni upp frá bænum er hjalli einn, er heitir „ Timbnr-
flötur.1 Nafnið bendir til þess, að þar muni einhvern
tíma hafa verið stórvaxinn skógur. Stórvaxnastur er
skógurinn nú, þar sem heitir Gatnaskógur, en það er
út frá bænum við veginn út með Lagarfljóti. Hæsta
trjeð, er eg fann þar, er 28 fet á hæð, enda er það
hæsta trje, er eg hef sjeð hjer á landi. Allur þorri
trjánna á þessu svæði er yfir 20 fet á hæð. Á þessu
svæði vex nálega ekkert ungviði, og flest trjen eru mjög
gömul. Þá er þessi gömlu trje deyja, verður þar skóg-
laust eptir, eða því sem næst.
í hliðinni upp frá Gatnaskógi er allþjettvaxinn
skógur á nokkru svæði. Þar vaxa trje á öllum aldri og
ýmsri stærð. Þar er mikið af þroskamiklu ungviði, og
að öllu leyti er skógurinn þar í miklum blóma. Þetta
er hinn eini blettur í Hallormsstaðaskógi, þar sem vænta
má að skógurinn haldist við jafnstórvaxinn og áður, ef hann
verður fyrir góðri meðferð. Að vísu er þessi skógur
eigi svo stórvaxinn sem Gatnaskógur, en þó má hann
heita mjög stórvaxinn eptir því sem skógar gerast hjer
á landi , og að öllu er hann fríður sýnum.
Fyrir iunan bæinn er skógurinn einna stórvaxnast-
’) Það er eigi ólíklegt, að á þessu svæði hafiveriðsá „tinibur-
skógur“, sem máldagar nefna, og segja að Þingmúlakirkja eigi þar
„60 rapta högg“. í VilkinB máldaga er sagt, að Þingmúlakirkja
eigi „LX timburs í HallormsBtaðaskógum hvert ár“.