Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 26
22
ur, þar sem heitir í Atlavik.1 Hæsta trje, er eg fann
þar, var nálega 26 fet á hæð. En öll stóru trjen á
þessu svæði eru gömul, og flest á fallanda fæti,
svo sem víðast annarstaðar í skóginum, en ungviðið er
lágvaxið og kræklótt, og getur eigi náð miklum þroska.
í skóginum upp frá Atlavík vex reynitrje eitt, 10 feta
hátt. Sú hrísla hefur fyrrum verið fríð sýnum og blóm-
leg, en nú er hún orðin gömul og hrörleg.
Skógar og Eljótsdalur eru eitt hið fegursta hjerað
á íslandi. Það er dalur með fögrum hlíðum til beggja
handa. í dalbotninum er Lagarfljót sem mikið og frítt
stöðuvatn. Þá er eg kom þangað, fanst mjer sem eg
væri kominn í einhverja risavaxna undrahöll. Lagar-
fljót myndar hallargólfið, og þá er sólin stafar á vatns-
flötinn spegilsljettan, er sem langeldar sje kyntir
þar að fornum sið. Hlíðarnar mynda hallarveggina,
og eru þeir skrifaðir fögrum myndum. Himinloptið
myndar hina undursamlegu þakhvelfingu hallarinnar.
Fyrir gaflinum sjest Snæfell í öndvegi, svo sem væri
það norrænn fornaldarhöfðing’i. Það prýðir og eigi lítið
þetta bygðarlag, að bæir eru þar víðast reisulegir, og
flest heimili bera vott um snyrtimensku og góðan efna-
hag. Má enn segja hið sama um Fljótsdalinn sem sjera
Stefán Ólafsson sagði fyrrum:
„Dað sjer á að þar búa
þrifnaðarmenn1*.
Fljótsdalur hefur nálega allur verið skógi vaxinn,
og sumstaðar hafa þar verið miklir skógar til skamms
tíma. Nokkrar skógarleifar eru enn eptir á þessum
0 Atlavík er kend við Graut-Atla Iandnámsmann, og er sagt að
hann haíi húið þar (Dropl. 2. kap.). Urn Graut-Atla hafa myndast
ýmsar sagnir, smb. ritgerð Sigurðar prófnsts Gunnarssonar um „Ör-
nefni frá Axarfirði að Skeiðará“. (Safn til sögu ísl. II, 439).