Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 27
23
jörðum: Hrafnkelsstöðum, Víðivöllum ytri, Arnalds-
stöðum; þar er skógurinn víðáttumikill en mjög smá-
vaxinn, Þorgerdarstöðum; þar eru að eins litla leifar.
Mestur er skógurinn á Hrafnkelsstöðum, og honum hef-
ur farið allmikið fram á síðustu árum. Þar verður
blómlegur skógur á sumum stöðum eptir nokkurn tíma,
ef gætiiega og hyggilega er með hann farið. Nokkur
hiuti af þessum skógi lieitir Banaskógur, og er ítak
frá Yíðivöllum ytri; var það ítak dæmt Yíðivöllum í
hæstarjetti 1866. ítanaskógur var að mestu eyddur
fyrir 30—40 árum, en hefur vaxið að mun á síðari ár-
um. Á einum stað hefur þar haldizt stórvaxinn
skógur frá fyrri tímum á litlum bletti, en hann hefur
mjög verið höggvinn, af því þar hefur þótt til mikils
að slægjast. Nú eru þar að eins fáeinar stórvaxnar
hríslur; standa þær mjög strjált, og eru ellilegar og
dauðalegar sýnnm. Það er sem stæðu þar nokkir niður-
iútir og einmana áttræðir öldungar, dauðdæmdir, hver
við sinn höggstokk.
Það er auðsætt af Hrafnkelssögu, að mikill skógur
hefur verið á Hrafnkelsstöðum í fornöld. Þá er Hrafn-
kell færði bú sitt í Fljótsdal, er svo sagt um land það,
er liann keypti. „Þetta var skóglaud mikit, ok mikit
merkjum, enn vánt at húsum, ok fyrir þat efni keypti
hann landit litlu verði. Enn Hrafnkell sá eigi mjök í
kostnað, og feldi mörkina, því at hon var stór, ok reisti
þar risulegan bæ, þann er síðan heitir á Hrafnkels-
stöðum11.1 Af þessum orðum virðist mega ráða, að Hrafn-
kell hafi aflað viðar í þenna „rísulega bæ“ sinn í sínu
eigin landi, og mundi sá skógar eigi hafa verið smá-
vaxinn.
Á Víðivöllum ytri er skógur að raestu eyddur. Eg
*) Ilrafnkela saga 14. kap.