Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 28
24
skoðaði eigi þær skógarleifar, er þar eru enn eptir.
Jón Einarsson, er þar hefur verið alla sína tíð, en er
nú fyrir skömmu hættur að búa, sagði mér, að í ung-
dæmi sínu hefði skógurinn verið svo þjettur, að all-
miklir erfiðleikar hefðu verið á því að koma fje í haga
frá húsunum. Enn svo var skógurinn höggvinn og eydd-
ur á allar lundir, og fyrir því er hann nú nálega ger-
eyddur. Jón sagðist als eigi sjá eptir skóginum, hann
hefði rifið ullina af fjenu og verið til ills eins, nema
að því leyti, sem hann hefði verið notaður til eldsneyt-
is, raptstekju og kolagerðar, því að kol og rapt kvaðst
hann hafa selt til mikilla muna. Hann sagði að það
væri að vísu satt, að landið, þar sem skógurinn hefði
verið, mundi „blása upp“ allmikið smámsaman, eptir að
skógurinn væri horfinn, en þá sagðist liann mundu
verða „liominn undir græna torfu“. Þetta sagði karl-
inn að vísu að nokkru leyti í gamni; þó fann eg að hon-
um var full alvara. Enginn skyldi ámæla Jóni gamla
á Víðivöllum þunglega fyrir meðferðina á skóginum,
svo sem væri hann einn „syndugur í Galileu“. Hann
hefur eigi farið öllu ver með sinn skóg en margir aðr-
ir, er skóg hafa haft til umráða.1
Allmiklar sagnir ganga um það, að víða hafi verið
stórvaxnir skógar í Fljótsdal fyrrum. Sigurður Vigfús-
son fornfræðingur kom að Viðivallagerði 11. júlí 1890.
E»ar hefur hann skrifað sér til minnis þessi orð: „Jón
Pálsson þar (o: í Víðivallagerði), sem er 87 ára, segir
mjer eptir bróður sínum, sem er fæddur fyrir aldamót,
') J6n Einarsson er maður mikill vexti og skörulegur sýnum.
Þá er eg sá hann, kom mjer til hugar, að enn mætti segja með
sanni:
„Úti stóð á yíðivöllum
yflrburðamann“.