Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 29
35
og var bóndi á Þorgerðarstöðum, að í hans tíð voru
birkibitar þar í eldhúsinu úr Kiðjafellsskógi. Þeir voru
höggnir eða kantaðir á hliðum, og lítið eitt á röðum.
Jón Pálsson sá sjálfur þessa birkibita. Húsið var víst
eigi minna en 5 ál. breitt, og bitarnir þó heldur iengri;
bitar þessir voru líkir á digurð í báða enda, og sýnir
það hæðina“.
í haust skrifaði Sæbjörn Egilsson á Hrafnkelsstöð-
um mjer um skóga í Fijótsdal, búnaðarháttu o. fl.1 Um
skógana segir hann svo meðal annars: „Skógar hafa
fyrrum verið miklir í Fljótsdal, og það fram á miðja
þessa öld. í minni þeirra manna, sem nú lifa, en eru
hnignir á aldur, voru skógar um aila hina skjólsömu og
brattlendu hlíð Norðurdalsins frá Yalþjófsstað að Kleif,
meiri og minni. Mestur var skógurinn í Yalþjófsstaða-
landi, þar á milli og Hóls. Nú sjest varla hrisla á öliu
þessu svæði, en þó hefur landið eigi blásið upp, því að
það er í klje. í dainum inn frá Kieif eru enn leifar
af skógi, sem liætt ór að eyða, og því eru að aukast.
Öll hin eystri hlíð múians milli Suðurdals og Norður-
dals var einnig jafnlengi fram eptir skógi vaxin, og Þor-
gerðarstaðadalur, vestan ár. Alt þetta land var vaxið
þjettum en iágum skógi. Nú er skógurinn allur horfinn,
nema lítið eitt er eptir í Arnaldsstaðalandi. Sturlár-
flatarland var fyrrum mjög skógi vaxið; nú sjest þar
ekki hrísla. Insti hlutinn af landi Yíðivallagerðis, sem
kallað er enn „í Gerðisskógi", var mjög skógi vaxinn.
Síðustu leifar þess skógar var verið að eyða nú fyrir
20 árum. Land Víðivalla ytri var mjög skógi vaxið,
fram yfir 1840, upp í miðjar hh'ðar, og fyrir 1836 var
skógurinn svo stórvaxinn og þjettur, að erfitt var að
’) Sæbjörn andaðist í vetur. Hann var fróðleiksmaður, og kunni
mikinn fjölda fornra sagna, og sagði vel frá.