Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 30
26
finna naut í honum. Nú eru að eins fáeinir og lágvaxn-
ir skógarrunnar á víð og dreif í hlíðinni fyrir utan Víði-
velli. Hjer notuðu bændur fyrrum skóginn mjög til
eldsneytis og kolagerðar handa sjálfum sjer, og einnig
til sölu í Fjarðasveitirnar þar sem kol voru í háu verði
gegn sjávarvöru. Fjárhús tíðkuðust eigi mikið um þess-
ar slóðir fyrr en á öndverðri þessari öld. Útlendan við
gátu fáir keypt nema í bæjarhús, og því voru fjárhús
og hlöður reist að mestu leyti af skógvið, enda var rapt-
viður þess kyns vel borgaður þar sem hann fjekkst
keyptur. Skógviðarhrísla, sem hafði gildleika til að vera
„rapttæk11 á þriggja álna lengd, kostaði hálfan ríkisdal.
Örnefni þekki eg hjer fá, sem kend eru við skóga.
Kolabotn, Kolaás, Timburftötur og Skögarhöfði eru ör-
nefni í Hrafnkelsstaðalandi. Skögarvað er kallað á Jök-
ulsá1 þar sem ætíð var fluttur skógviður yfir ána heim
að Yalþjófsstað, þegar hann var höggvinn í Þorgerðar-
staðalandi, Arnaldsstaða, Langhúsa eða Víðivallagerðis-
landi. Skógargötur voru kallaðar niður frá bænum á
Klaustri".
í Skriðdalinn kom eg eigi, en Helgi stúdent Jóns-
son í Vallanesi hefur útvegað mjer ýmsar upplýsingar
um skóga í þeirri sveit, og segist hann hafa fengið þær
að mestu leyti hjá öuðmundi bónda Einarssyni á Flögu.
Um 1830—1860 var skógur allmikill í Stóra-Sandfelli;
var hann sumstaðar stórvaxinn og þjettur. Múlakirkja
átti þar skógarítak, svo sem máldagar votta, enda var
það notað meðan til vanst. Þar er og talið að Hall-
ormsstaðakirkja og Vallanesskirkja eigi skógarítak.
Nú sjást þar að eins einstöku smáhríslur til og frá. í
Litla-Sandfelli var einnig skógur á fyrra hluta þessar-
‘) Áin heitir eigi Lagarfljót fyr en kemur nokkuð út fyrirYal-
JijófsBtað, þar sem hefst hið mikla Btöðuvatn, er hún myndar.