Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 31
27
ar aldar, en smávaxinn var liann orðinn, og er hann
enn líkur því sem hann var þá. í Eyrarteigi var og
nokkuð smákjarr, en er nú að mestu horfið. Á Arnalds-
stöðum er enn nokkuð smákjarr. í Suðurdalnum aust-
anverðum var (1830—50) skógur frá því fyrir framan
Stefánsstaði og niður að Háubrekku; var það allgóður
kolskógur. Nú er sá skógur algerlega horfinn. Frá
Borg og út undir Hraun var þjettur skógur, en smá-
skógur þaðan alla leið út að Þingmúla. Nú eru þar að
eins smávaxnar leifar eptir. í Múlahlíðinni í Norður-
dalnum var smáskógur inn undir Kálfeyri, en nú er
hann algerlega horfinn.
í Hjaltastaðarþinghá eru skógar að kalla eyðilagð-
ir. Víða voru þar allmiklir skógar fyrrum, og eigi er
langt síðan að góður kolskógur var á Hjaltastað, enda
eru þar nokkrar leifar enn. Mikill skógur hefur verið
í Hreimsstaðalandi fyrrum, eptir því sem ráða má af
gömlum máldögum.
Eg hefi hvergi sjeð svo miklar og greinilegar eyði-
leggingar skóganna frá síðari tímum sem í Fljótsdals-
hjeraði. Það sem hefur orðið skógunum til eyðilegg-
ingar í þessum sveitum er sama sem annars staðar. Þeir
hafa verið höggnir svo mikið og svo illa, og verið beitt-
ir svo ógætilega og hlífðarlaust að vetriuum. Nú á síð-
ustu árum eru skógarnir að vísu höggnir miklu minna
en áður, enda hefur það orðið þeim til viðreisnar á sum-
um stöðum. Hafi skógarnir verið svo stórkostlega eyði-
lagðir á öllum öldum frá byggiugu landsins, sem um
siðustu 100 ár, þá er skiljanlegt, að landið hafi verið
drjúgum viði vaxið milli fjalls og fjöru á landnámstíð.
í Fljótsdalshjeraði er fje víða haldið mjög til beit-
ar á vetrum, enda eru þar víða litlar slægjur. Það
gerir skógunum eigi mikinn skaða, þótt þeir sje beitt-