Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 32
28
ir, þá er nægilegir hagar eru, en þá er haglítið er eða
haglaust, svo að nálega næst í engan gróður nema skóg-
inn, þá er fjárbeitin skóginum til hinnar mestu eyði-
leggingar. Fjeð bítur eigi skóginn að miklum mun ef
það nær í annan gróður, en þá er haglaust er, stýfir
það greinarnar, sem standa upp úr snjónum. Trjen
missa endaknappana, og geta eigi lengzt. Nýjar hlið-
argreinar myndast, en trjeð getur eigi hækkað; það
verður lágvaxið og kræklótt. Af því að skógarnir hjer
á landi hafa orðið fyrir slíkri meðferð frá því er land-
ið bygðist, þá hefur það lilotið að hafa mikil áhrif á
eðli þeirra og vaxtarlag. Birkitrjánum er orðið eðlilegt
að vera kræklóttari og lágvaxnari en áður. Eðlisfar
plantnanna breytist ávalt og lagast eptir þeirri meðferð,
er þær verða fyrir um margar kynslóðir. Það er því
skiljanlegt, að birkiskógarnir hjer á landi hafi verið
miklu stórvaxnari fyrrum, svo sem fornar skógarleifar
bera greinilegan vott um, og sögulegir vitnisburðir stað-
festa það. Því meir sem eg hefi kynt mjer þetta efni,
því fleiri merki þykist eg hafa sjeð þess, að skógarnir
liafi verið miklu stórvaxnari til forna en þeir nú eru,
og það svo, að eg hygg fáa munu ætla þann mismun
svo mikinn sem hann er.
Ef bændur færu að leggja meiri stund á grasrækt
og heyafla en nú tíðkast, þá mundi verða ráðin mikil
bót á því tjóni, sem fjárbeitin vinnur skógunum. Ef meir
væri stundað að nota áburðinn undan sauðfjenu, bæði með
nátthögum og á annan hátt, þá mætti láta sauðfjeð rækta
mikið fóður fyrir sig sjálft, og þyrfti þá eigi að láta það
lifa jafnmikið við útigang og nú tíðkast. Við þetta yrði
sauðfjáreignin vissari og arðmeiri, og þessi breyting
mundi verða skógunum til mikillar viðreisnar.
Efnahagur bænda í Fljótsdalshjeraði mun vera í