Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 33
góðu lagi, eptir því sem gerist hjer á iandi. Það er al-
mælt að þungar skuldir kreppi þar að mörgum manni,
svo sem víða annarstaðar, en margir bændur eiga þar
stór bú. Kýr eru þar að visu fremur fáar, og mjólka
eigi vel, enda mun eigi vera farið sem bezt með þær.
Þó er þetta misjafnt. Eptir sögn Sæbjarnar á Hrafn-
kelsstöðum mjóika kýr í Fljóstdal eptir burð „14—16
potta á dag, og sumar þar yfir, alt að 19 pottum“.
Þetta má heita ágætt, enda segir Sæbjörn, að vel sje
farið með kýr í þeirri sveit. Sjera Magnús í Vallanesi
sagði mjer, að það mundi vera talin góð meðalkýr á
YöIIunum, er mjólkaði 11 potta á dag eptir burð, ogþó
hjeldist sú nyt eigi nema stuttan tíma. Ekki mjólka
þó kýr betur í Eiðaþinghá, eptir því sem Jónas skóla-
stjóri á Eiðum sagði mjer. Sauðfjáreign er mikil í
Fljótsdalsbjeraði, og þar eru stærri fjárbændur en annar-
staðar á landinu. Þar eru og landkostir allgóðir. Svo
er talið, að Jökuldalur sje einna fremstur allra sveita í
Múlasýslum, að því er efnahag manna snertir.
Eigi stunda bændur á Fljótsdalshjeraði eða Jökul-
dal jarðabætur svo teljanda sje, en þess má vænta, að
eigi líði á löngu áður en þeir fara að hyggja meir á
slík störf en áður. Slægjur eru víða litlar í þessum
sveitum, og þess vegna ber sjerstaklega mikla nauðsyn
til að stunda þar grasrækt og auka heyaflann.
Eg leitaði við að kynna mjer nokkuð búnaðarháttu
og lifnaðarháttu í þeim sveitum, er eg fór um, en það
yrði langt mál ef um það væri talað nokkuð rækilega,
og verð eg því að sneiða hjá því að mestu leyti i þetta
sinn. Eg fór eigi um fjarðasveitirnar í Múlasýslum, en
eg skrifaði nokkrum góðum mönnum í þeim sveitum,
og bað þá um margskonar upplýsingar, enda liefi eg
fengið greinilegar lýsingar á búnaðarháttum o. fl. í sum-